Karl krýndur í maí

Karl III. Bretakonungur verður krýndur hinn 6. maí á næsta …
Karl III. Bretakonungur verður krýndur hinn 6. maí á næsta ári. AFP

Karl III. Bretakonungur verður krýndur laugardaginn 6. maí á næsta ári. Krýningarathöfnin mun fara fram í Westminster Abbey en höllin sendi frá sér tilkynningu í gær. 

Kamilla mun einnig verða krýnd drottning í sömu athöfn. Karl tók við völdum í Bretlandi hinn 8. september síðastliðinn þegar móðir hans, Elísabet II. Bretadrottning féll frá eftir 70 ár á valdastóli. 

Krýningarathöfnin verður sú fyrsta í Bretlandi í 70 ár en móðir hans var krýnd 2. júní árið 1953. Hennar athöfn var einnig haldin á laugardegi, en var það í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi var krýndur á laugardegi síðan Játvarður VII. var krýndur árið 1902. 

Óljóst er hvort Bretar muni græða einn almennan frídag fyrst athöfnin fer fram á laugardegi, en 1. maí er í vikunni áður og er það almennur frídagur þar í landi sem og víðar. 

Höllin hefur gefið til kynna að nútímalegri bragur verði yfir athöfninni þó líka verði haldið í hefðirnar. 

Karl verður elsti þjóðhöfðingi Bretlands til að verða krýndur, en hann verður orðinn 74 ára.

Kamilla verður krýnd drottning í sömu athöfn.
Kamilla verður krýnd drottning í sömu athöfn. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maki þinn eða börn reyna á þolinmæði þína í dag. Vandamál hafa gert vart við sig en þú ert að ná tökum á aðstæðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maki þinn eða börn reyna á þolinmæði þína í dag. Vandamál hafa gert vart við sig en þú ert að ná tökum á aðstæðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin