Neitar ásökunum Rapp

Kevin Spacey bar vitni í réttarhöldunum í gær.
Kevin Spacey bar vitni í réttarhöldunum í gær. AFP

Leikarinn Kevin Spacey neitaði öllum ásökunum leikarans Anthony Rapp þegar hann bar vitni í New York í Bandaríkjunum í gær. Rapp fer fram á 40 milljónir í skaðabætur frá Óskarsleikaranum en hann segir Spacey hafa brotið kynferðislega á honum þegar hann var 14 ára og Spacey 26 ára. 

Spacey sagðist ekki reka minni til þess að hann hafi farið í einkasamkvæmi í íbúð á Manhattan árið 1986 sem Rapp var einnig gestur í.

Spacey er nú 63 ára, en á ferli sínum hefur hann unnið tvenn Óskarsverðlaun og leikið í fjölda stórra kvikmynda og þátta. Vegna fjölda ásakana gegn honum hefur hann lítið verið í sviðsljósinu undanfarin ár. 

Rapp er fimmtugur og fer um þessar mundir með hlutverk í þáttunum Star Trek: Discovery. 

Einn ákæruliður felldur niður

Spacey vann örlítinn sigur í gær, en þá kom í ljós að dómarinn, Lewis Kaplan, hafi látið einn ákærulið niður falla. Sá sneri að því að Spacey hafi með ásetningi valdið Rapp tilfinningalegum þjáningum. Þá stendur ein ákæra eftir, sem kviðdómur þarf að taka afstöðu til, kynferðisbrot.

Rapp sakar Spacey um að hafa komið inn í herbergi þar sem hann var að horfa á sjónvarp á meðan samkvæmið var í gangi. Spacey hafi lyft honum upp, lagt hann á rúm og lagst svo við hlið hans.

Þegar Rapp bar vitni fyrr í mánuðinum sagði hann frá því hvernig hann hafi frosið þegar Spacey snerti hann, en að lokum hafi hann náð að koma sér undan honum.

Rapp steig fyrst fram árið 2017 og greindi frá, en þá var Me Too-bylgjan í algleymingi.

Anthony Rapp á leið í dómsal hinn 6. október síðastliðinn.
Anthony Rapp á leið í dómsal hinn 6. október síðastliðinn. AFP

Lýsti erfiðum uppvexti

Þegar Spacey bar vitni í gær lýsti hann erfiðum aðstæðum sínum í æsku. Hann lýsti föður sínum sem öfgamanni og nýnasista, sem er eitthvað sem hann hefur aldrei greint opinberlega frá áður. Hann sagði föður sinn neikvæðan í garð hinsegin fólks og að hann hafi ekki verið hrifinn af áformum hans í leiklistinni.

Spacey sagði enn fremur að ásakanir Rapps hafi komið á óvart árið 2017. Á þeim tíma baðst hann afsökunar, að ráði aðstoðarmanna sinna, en sagðist sjá eftir því núna. 

„Ég var hvattur til að biðjast afsökunar, og ég hef núna lært það, að maður á aldrei að biðjast afsökunar á einhverju sem maður gerði ekki,“ sagði Spacey sem á sama tíma kom í fyrsta skipti út úr skápnum sem samkynhneigður maður. 

Var hann þá sakaður um að reyna að dreifa athyglinni frá ásökunum Rapps. Sagðist Spacey, sem á þeim tímapunkti þurrkaði tár á hvarmi, aldrei hafa ætlað sér að gera eitthvað til að skaða hinsegin samfélagið. 

Spacey fyrir utan dómssalinn í New York hinn 6. október …
Spacey fyrir utan dómssalinn í New York hinn 6. október síðastliðinn þegar réttarhöldin hófust. AFP

Ákærur í Bretlandi

Þetta eru ekki einu ásak­an­irn­ar um kyn­ferðis­legt of­beldi sem komið hafa fram á hend­ur Spacey. Þrír karl­menn í Bretlandi hafa sakað hann um að hafa brotið á sér á ár­un­um 2005 til 2013, þegar hann var leik­stjóri þar. Málið er enn opið í Bretlandi, en Spacey neitaði öll­um ásök­un­um í júlí á þessu ári.

Spacey var ákærður fyr­ir lík­ams­árás og kyn­ferðis­legt of­beldi gegn sex­tán ára barþjóni í Massachusetts í Banda­ríkj­un­um í júlí 2016. Ákær­urn­ar voru látn­ar niður falla í júlí 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson