Allir þekkja nafnið en fáir konuna

Rosa Parks árið 2001. Hún lést fjórum árum síðar, 92 …
Rosa Parks árið 2001. Hún lést fjórum árum síðar, 92 ára að aldri. AFP/Jeff Kowalsky

Árið 1980 birtust þrjár þeldökkar eldri konur með gleraugu á skjáum bandarísku þjóðarinnar og sögðust allar sem ein heita Rosa Parks. Þátturinn var To Tell the Truth og gekk út á að finna hver þeirra væri að segja satt og hverjar tvær að skrökva. Til að finna út úr því voru fjórir spyrlar í salnum.

Einn þeirra sagði sig strax frá verkefninu enda hefði hann marserað með hinni réttu Rosu Parks til að berjast fyrir mannréttindum svartra í borginni Selmu í Alabama á sjöunda áratugnum. „Frú Rosa Parks er þrír metrar á hæð, hún er goðsögn og hetja í lýðræðissögu Bandaríkjanna, ekki bara meðal þeldökkra,“ sagði hann áður en hann dró sig í hlé. Ekki dugðu þessar upplýsingar þó vel en aðeins einn af hinum þremur sem eftir stóðu bar kennsl á hina raunverulegu Rosu Parks. Ætli það sé ekki lýsandi, margir þekkja nafnið en fáir konuna í sjón.  

17 ár verða á morgun liðin frá andláti Parks, í hárri elli, en það er fyrst nú sem gerð hefur verið heimildarmynd um hana. The Rebellious Life of Mrs Rosa Parks nefnist hún og hefur það yfirlýsta markmið að kynna betur konuna á bak við atburðinn. Engin leið sé að ramma heilt lífshlaup inn með einni fyrirsögn: Neitaði að standa upp í strætó, eða eitthvað í þá veru. Hafi menn ekki áttað sig á því þegar þá er Rosa Parks blökkukonan sem neitaði að láta hvítum manni eftir sætið sitt í Montgomery í Alabama veturinn 1955, þvert á viðtekna venju og lög þar um slóðir. Hún var handtekin fyrir vikið en varð á augabragði holdgervingur mannréttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum. 

Rosa Parks er hún sat fyrir sem sakamaður á lögreglustöð …
Rosa Parks er hún sat fyrir sem sakamaður á lögreglustöð í Montgomery 1955. AFP


Hreint engin tilviljun

Þegar hún féll frá voru eftirmæli dagblaðsins The New York Times á þann veg að Parks hefði fyrir tilviljun orðið móðir mannréttindahreyfingarinnar. Í heimildarmyndinni kemur á hinn bóginn fram að ekkert við Rosu Parks hafi verið tilviljunarkennt; þvert á móti hafi hún verið aktívisti inn að beini og það löngu áður en hún steig um borð í strætisvagninn. Þá hafi hún verið tengd Malcolm X, Martin Luther King og svörtum stjórnmálamönnum í  Washington órofa böndum.

Annar leikstjóri heimildarmyndarinnar, Yoruba Richen, segir í samtali við breska blaðið The Guardian að To Tell the Truth-myndskeiðið, sem getið var um hér að ofan, segi sína sögu um arfleifð Parks. „Hún kemur fram í þessum þætti þar sem allir kannast við nafnið en enginn þekkir hana í sjón.“ 

Hinn leikstjórinn, Johanna Hamilton, bendir í samtali við sama blað á að ekki séu til mörg viðtöl við Parks þar sem farið er á dýptina. Allir sem tóku hana tali hafi spurt um það sama, atvikið í strætisvagninum. Fyrir vikið hafi hún verið dregin í dilk og setið föst í tíma. 

Nánar er fjallað um Rosu Parks og nýju heimildarmyndina í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson