Titringur í höllinni vegna skrifa Harrys

Margir eru hræddir um að Harry prins muni láta allt …
Margir eru hræddir um að Harry prins muni láta allt flakka í bók sinni Spare. AFP

Búið er að tilkynna að ævisaga Harry prins komi út 10. janúar á næsta ári. Til stóð að gefa bókina út í haust en ákveðið var að fresta útgáfu hennar vegna andláts drottningar.

Ævisagan ber titilinn Spare eða „Varaskeifan“ en verið er að vísa til breska orðatiltækisins „heir and spare“ sem hefur oft verið notað um bræðurna Vilhjálm og Harry í gegnum árin.

Breskir fjölmiðlar hafa bent á að tónn bókarinnar hafi breyst frá því að fyrst var sagt frá henni í júlí 2021. Þá átti hún að vera upplífgandi og hvetjandi ævisaga. Nú er henni hins vegar lýst sem persónulegu ferðalagi frá áföllum til heilunar.

Konunglegir álitsgjafar hafa bent á að titillinn sé sérstaklega stuðandi fyrir konungsfjölskylduna.

„Titillinn bendir til þess að honum hafi fundist hann ekki hafa verið metinn að verðleikum. Það verða eflaust fjölmörg viðtöl og endalaust fjallað um þessa bók. Ég tel að hann hefði átt að bíða í fleiri ár með bók sem þessa. Afleiðingarnar gætu verið miklar. Jafnvel Játvarður VIII beið til 1951 með sína sögu en hann afsalaði sér krúnunni 1936,“ segir Richard Fitzwilliams. 

Forsíða bókar Harry er dramatísk og verður áhugavert að sjá …
Forsíða bókar Harry er dramatísk og verður áhugavert að sjá hvernig henni verður tekið. Skjáskot/Instagram



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant