„Af því ég er aldrei á rassinum“

Bassi Maraj gefur út smáskífuna Fake Bitch í dag.
Bassi Maraj gefur út smáskífuna Fake Bitch í dag.

Tónlistarmaðurinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj er sjúklega peppaður en líka smá stressaður fyrir útgáfu fyrstu smáskífu sinnar, Fake Bitch. Platan kemur út í dag titillagið samdi Bassi eftir að hann og félagar hans í raunveruleikaþáttunum Æði, Binni Glee og Patrekur Jamie, gleymdu allir að óska vinkonu sinni sem býr í Bandaríkjunum til hamingju með afmælið. 

„Hún sendi bara á okkur heljarinnar voice message og ég ákvað bara að sampla það og þá varð Fake Bitch til,“ segir Bassi í samtali við mbl.is. Fimm lög eru á Fake Bitch, en með honum á plötunni eru, auk Binna og Patreks, rappararnir Birnir og Krabba Mane. 

„Þetta er svona allskonar, og bara svona low key á milli þess að vera mellurapp og rapprapp. Fólk á eftir að vera bara: „ómægat þetta er ekki í lagi“,“ segir Bassi sem áður hefur gefið út lögin Bassi Maraj, Álit, Kúreki og Pride en það síðast nefnda var lag Hinsegin daga 2021.

„Svo ákvað ég bara að hafa risa mynd af rassinum mínum,“ segir Bassi um myndina á plötunni sem svo sannarlega skartar Bassa í g-streng. „Mér fannst það bara eitthvað svo iconic, af því ég er aldrei á rassinum. Ég er bara alltaf klæddur,“ segir Bassi og hrópar svo upp fyrir sig: „Auðvitað er ég alltaf klæddur, hvað er ég að segja?“

View this post on Instagram

A post shared by BASSI MARAJ (@bassimaraj)

Rappar um ráðherra

Á plötunni er líka lag sem heitir Áslaug Arna og fjallar um Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

„Ég er bara að skjóta smá á hana, þetta er grín. Fólk má ekki taka öllu of alvarlega. En þetta er samt alveg bara fyndið,“ segir Bassi og segir að það sé ekki tilviljun að platan komi út sama dag og landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst. „Útaf því að öll lögin vitna í Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Bassi og hlær hátt. 

Bassi hefur áður skotið á Sjálfstæðisflokkinn en það olli nokkru fjaðrafoki á Twitter í mars á síðasta ári þegar Bassi grínaðist í formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni. Næst tók hann fyrir Hannes Hólmstein Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, og ruglaði í honum á Twitter.

Það er nóg að gera hjá Bassa um þessar mundir en í næstu viku hefjast tökur á fimmtu þáttaröð af raunveruleikaþáttunum Æði. „Ég er bara að gera allskonar. Ég er búinn að vera gera þessa plötu og svo er ég að vinna á elliheimili. Restina af tímanum er ég hundapabbi,“ segir Bassi og lætur vel af starfinu á Hrafnistu. 

Spurður út í ástina sagðist Bassi ekki eiga kærasta um þessar mundir og fer í því inn í veturinn sem „single hundapabbi“. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú þýðir ekkert að húka lengur heima yfir engu. Skelltu þér í göngutúr um nágrennið og athugaðu hvort þú hressist ekki við. Þú ferð á stefnumót bráðlega sem verður þér til gæfu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú þýðir ekkert að húka lengur heima yfir engu. Skelltu þér í göngutúr um nágrennið og athugaðu hvort þú hressist ekki við. Þú ferð á stefnumót bráðlega sem verður þér til gæfu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Kolbrún Valbergsdóttir