Eggjum kastað að kónginum

Eggjum var kastað í átt að Karli III. Bretakonungi í …
Eggjum var kastað í átt að Karli III. Bretakonungi í York í dag. AFP

Karlmaður hefur verið handtekinn í York á Bretlandi. Er hann grunaður um að hafa kastað eggjum í átt að Karli III. Bretakonungi og Kamillu drottningu er þau heimsóttu borgina í dag. 

Konungshjónin heilsuðu upp á stjórnendur York í miðbænum og var fjöldi fólks mættur til að fylgjast með. Mannskarinn kallaði „GodSavetheKing“ en í kjölfarið var púað á konunginn. Skömmu seinna var eggjum kastað að Karli.

Eitt eggjanna sem lenti nálægt Karli.
Eitt eggjanna sem lenti nálægt Karli. AFP

Alls virðist þremur eggjum hafa verið kastað í átt að hjónunum. Í mannskaranum mátti heyra mann kalla að landið hefði verið byggt á blóði þræla og að Karl væri ekki konungur hans. Aðrir virtust þó ekki á sömu skoðun og var kallað á móti að hann ætti að skammast sín.

Karl og Kamilla gerðu sér ferð til York í dag til að sjá styttu af móður Karls, Elísabetu II. Bretadrottningu, afhjúpaða. Styttan er sú fyrsta sem reist er eftir andlát hennar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson