Adidas selur áfram Yeezy-skó

Adidas mun halda áfram að selja Yeezy-skó, en munu þeir …
Adidas mun halda áfram að selja Yeezy-skó, en munu þeir ekki verða seldir undir því nafni og fær Kanye West ekki krónu af hagnaðinum. AFP

Þýski íþróttavörurisinn Adidas mun halda áfram að selja Yeezy-skóna vinsælu sem fjöllistamaðurinn Kanye West hannaði fyrir fyrirtækið. Skórnir munu þó ekki vera seldir undir því merki og ekki með þeim merkingum, en mun hönnunin verða sú sama. 

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Adidas eigi réttinn á hönnunni. Adidas rifti samningi sínum við West í síðasta mánuði vegna andgyðinglegra ummæla hans á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. 

Með því að halda áfram að selja skónna undir sínu eigin vörumerkið sparar fyrirtækið um 300 milljónir bandaríkjadala í greiðslur til West og markaðssetningu. 

Yeezy-línan var lykilvara fyrir Adidas og hefur fyrirtækið tapað á því að segja upp samningnum við West. Var hagnaðurinn af sölu Yeezy-línunnar um tveir milljarðar bandaríkjadala á síðasta ári og nam um 8% af árssölu fyrirtækisins. 

Tapaði Adidas um 250 milljóna bandaríkjadala hagnaði á því að segja upp samningnum og 500 milljóna bandaríkjadala veltu.

Adidas tilkynnti í vikunni að fyrirhugað væri að ráða nýjan forstjóra til fyrirtækisins, hinn norska Björn Gulden, en hann er nú forstjóri samkeppnisaðilans Puma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler