Svona byrja „íslensku“ True Detective

Tökur fóru fram á True Detective í Skautahöllinni fyrir skömmu.
Tökur fóru fram á True Detective í Skautahöllinni fyrir skömmu. Ljósmynd/HBO

Framleiðsla á fjórðu þáttaröð True Detective er hafin fyrir alvöru hér á Íslandi. HBO framleiðir þættina og birti nýverið mynd sem greinilega var tekin í Skautahöllinni í Reykjavík. Þá birti framleiðslufyrirtækið einnig fyrsta brotið úr handritinu. 

Svona hljómar það:

„Fölt sólarljósið sígur niður og slokknar yfir endalausri ísbreiðunni, síðasti geislinn hverfur hratt. Þetta var í síðasta skipti sem sólin sést á þessum hluta hnattarins í mánuð.

Titill: 150 mílur norður af heimskautabaugi.

Ennis, Alaska

17. desember

Síðasta sólsetur ársins.“

Tökur hafa að mestu leyti farið fram innanhúss hér á Íslandi í tökuverum, meðal annars í Gufunesi. Þó hafa einstaka tökur farið fram utanhúss, eins og til dæmis, í Vogum við Vatnsleysuströnd í október.

Um er að ræða umfangstmesta og lengsta kvikmyndaverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Tökur munu standa fram í apríl á næsta ári.

Þættirnir, eins og handritsbrotið gefur til kynna, gerast í Ennis í Alaskaríki í Bandaríkjunum. Átta starfsmenn Tsalal Arctic rannsóknarstöðvarinnar hverfa sporlaust og sjá rannsóknarlögreglukonurnar Liz Danverts (Jodie Foster) og Evangeline Navarro (Kali Reis) um að rannsaka hvarf þeirra.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant