Bannar gæsalifur í konungshöllunum

Karl III Bretakonungur.
Karl III Bretakonungur. AFP/Isabel Infantes/Pool

Karl III Bretakonungur hefur bannað kaup á gæsalifur (e. foie gras) í öllum konungsbústöðum bresku konungsfjölskyldunnar.  

Þetta staðfesta dýra­vernd­un­ar­sam­tök­in Peta en þau hafa lengi barist fyrir því að banna gæsalifur af siðferðislegum ástæðum, þar sem að gæsir eru oft neyddar til að éta til þess að fita lifur þeirra.

Í bréfi frá Buckingham-höll sagði að Karl hafi þegar bannað gæsalifur í konungsbústöðum bresku konungsfjölskyldunnar er hann var krónprins og að hann muni halda áfram að banna þessa „andstyggilegu vöru“.

Dýraverndunarsamtökin ætla að senda konungnum grænkera gæsalifur, svokallað faux gras, sem þakklætisvott. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson