Leno útskrifaður af sjúkrahúsi

Jay Leno ásamt starfsliði sjúkrahússins.
Jay Leno ásamt starfsliði sjúkrahússins. Ljósmynd/Groosman Burn Center

Bandaríski grínistinn Jay Leno hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa hlotið brunasár í eldsvoða í bílskúr sínum í Kaliforníu.

Leno, sem er 72 ára og fyrrverandi þáttastjórnandi Tonight Show, lá á sjúkrahúsinu í tíu daga vegna brunasára á andliti, brjóstkassa og höndum, að því er BBC greinir frá. 

Hann mun fara í eftirmeðferð og „er mjög þakklátur fyrir allar góðu kveðjurnar“ sem hann hefur fengið, sagði í tilkynningu frá sjúkrahúsinu Grossman Burn Center í Los Angeles.

Læknir Leno kveðst ánægður með framfarir hans í meðferðinni.

Dr. Peter Grossman skurðlæknir segist vera bjartsýnn á að Leno nái fullum bata.

Sjúkrahúsið birti mynd af Leno brosandi með starfsliði þar sem sést í brunasárin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant