Stórar breytingar á kosningakerfi Eurovison

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur ákveðið að breyta kosningakerfi Eurovision mikið.
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur ákveðið að breyta kosningakerfi Eurovision mikið. AFP

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ákveðið að gera stórar breytingar á kosningakerfi Eurovision-söngvakeppninnar á næsta ári. Breytingarnar fela í sér að í undankeppninni eru það aðeins atkvæði áhorfenda sem gilda, en ekki dómnefndar. 

Þá munu áhorfendur í löndum sem ekki taka þátt í Eurovision geta kosið í undankeppninni í gegnum netið. Á úrslitakvöldinu munu dómarar og áhorfendur kjósa hvaða land vinnur keppnina. 

EBU gaf út tilkynningu um þetta í dag. 

„Eurovision-söngvakeppnin hefur verið í stöðugri þróun undanfarin 67 ár sem keppnin hefur verið haldin. Þessar breytingar eru gerðar með tilliti til þess hversu mikilla vinsælda keppnin hefur notið undanfarin ár og viljum við gefa áhorfendum meiri völd á stærsta tónlistarviðburði heims,“ er haft eftir Martin Österdahl, framkvæmdastjóra keppninnar, í tilkynningu. 

Eurovision fer fram í Liverpool á Bretlandi á næsta ári, en verður með úkraínskum blæ þar sem Úkraína vann á þessu ári. Úkraína getur ekki haldið keppnina vegna innrásar Rússa.

Áhorfendur í ríkjum sem ekki taka þátt í Eurovision geta kosið í gegnum netið með því að nota kreditkort. Í þeim ríkjum sem taka þátt í Eurovision verður áfram kosið í gegnum síma, SMS og Eurovision-appið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant