Tjáir sig um nýja sambandið og aldursmuninn

Systkinin Finneas og Billie Eilish.
Systkinin Finneas og Billie Eilish. AFP

Tónlistarmaðurinn Finneas hefur nú tjáð sig um nýja ástarsamband litlu systur sinnar, stórstjörnunnar Billie Eilish. 

Í október fóru sögusagnir á kreik um ástarsamband Eilish og Jesse Rutherford, söngvara hljómsveitarinnar The Neighborhood, eftir að myndskeið af parinu fór í dreifingu á samfélagsmiðlinum TikTok. Mánuði síðar léku þau frumraun sína á rauða dreglinum þar sem þau mættu í áhugaverðu dressi frá tískuhúsinu Gucci. 

Parið hefur vakið mikla athygli allt frá fyrsta degi, en …
Parið hefur vakið mikla athygli allt frá fyrsta degi, en þau mættu í áhugaverðu dressi á fyrsta rauða dregilinn saman. AFP

Sterkar skoðanir á aldursbilinu

Aðdáendur söngkonunnar lýstu strax sterkum skoðunum á aldursbili nýja parsins, en margir vilja meina að ellefu ára aldursbil Eilish og Ruthford sé óviðeigandi fyrir þær sakir að Eilish er aðeins tvítug. 

Stuttu síður birti Eilish mynd af þeim frá hrekkjavökunni þar sem hún er klædd upp sem barn, en Ruthfrod sem gamall maður, en myndin fór öfugt ofan í aðdáendur hennar sem sögðu barnagirnd ekki vera aðhlátursefni. 

„Svo lengi sem hún er hamingjusöm“

Finneas virðist ekki hafa neinar áhyggjur af aldursmun systur sinnar og Ruthfords, en hann tjáði sig í fyrsta sinn um sambandið á dögunum við E! News. „Svo lengi sem hún er hamingjusöm, þá er ég hamingjusamur,“ sagði Finneas sem styður systur sína.

Finneas og Eilish hafa unnið saman að tónlist í mörg ár, en þau tóku fyrstu plötu Eilish upp í svefnherbergi hennar í Los Angeles. Platan hlaut gríðarlegar vinsældir um allan heim og fengu þau fimm Grammy-verðlaun árið 2020. 

Billie Eilish og Finneas með Grammy-verðlaunin.
Billie Eilish og Finneas með Grammy-verðlaunin. AFP
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að huga að fasteignakaupum ættirðu að drífa í því á næstu sex mánuðum. Sýndu því skilning ef vinir eru uppteknir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að huga að fasteignakaupum ættirðu að drífa í því á næstu sex mánuðum. Sýndu því skilning ef vinir eru uppteknir.