Aftur á sviðið þrátt fyrir brunann

Jay Leno lætur ekkert stöðva sig.
Jay Leno lætur ekkert stöðva sig. AFP/Adrian Sanchez-Gonzalez

Grínistinn Jay Leno hefur staðfest að hann muni sannarlega halda sig við sýningu sína sem auglýst hefur verið í Hermosa Beach í Kaliforníu um helgina. Leno hlaut alvarleg brunasár í eldsvoða sem varð í bílskúr hans um liðna helgi. 

Grínistinn var lagður inn á spítala en hann hlaut þriðja stigs bruna á höndum og andliti. Hann útskrifaðist af sjúkrahúsi á mánudag og sagði fréttamönnum hið ytra að hann stefndi á að koma fram. 

„Ég mótast áfram í þessu. Það er allt í lagi með mig,“ sagði Leno, undir stýri á bíl sínum, þegar fréttaljósmyndarar náðu af honum tali. Brunasár Leno voru greinileg á myndunum. 

Jay Leno ásamt starfsliði sjúkrahússins við útskrift.
Jay Leno ásamt starfsliði sjúkrahússins við útskrift. Ljósmynd/Groosman Burn Center
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að huga að fasteignakaupum ættirðu að drífa í því á næstu sex mánuðum. Sýndu því skilning ef vinir eru uppteknir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að huga að fasteignakaupum ættirðu að drífa í því á næstu sex mánuðum. Sýndu því skilning ef vinir eru uppteknir.