Sambandsslitin hafi reynst henni erfið

Olivia Wilde og Harry Styles hættu nýverið saman eftir tveggja …
Olivia Wilde og Harry Styles hættu nýverið saman eftir tveggja ára samband. Samsett mynd

Það kom mörgum á óvart þegar fregnir bárust af því nýverið að leikstjórinn Olivia Wilde og tónlistarmaðurinn Harry Styles væru hætt saman eftir rúmlega tveggja ára samband. Svo virðist sem sambandsslitin hafi þó komið Wilde mest á óvart, en hún er sögð hafa haldið í vonina um að þau gætu unnið sig út úr vandanum. 

Samband þeirra hefur verið áberandi í fjölmiðlum frá fyrsta degi, enda þjakað dramatík. Fyrrverandi parið kynntist við upptökur á kvikmyndinni Don't Worry Darling þar sem deilur á bak við tjöldin þóttu meira grípandi en söguþráður kvikmyndarinnar. 

„Hún er vonsvikin“

Í byrjun vikunnar sagði heimildamaður People sambandsslitin vera tilkomin vegna mismunandi forgangsröðunar þeirra, en Styles er á leið í tónleikaferðalag á meðan Wilde einbeitir sér að börnum sínum og starfi í Los Angeles. 

Heimildarmaður People hefur nú sagt frá því hve erfið sambandsslitin hafi verið fyrir Oliviu. Hann segir nokkur vandamál hafa komið upp hjá parinu, en að Olivia hafi haldið að þau myndi ná að vinna sig út úr þeim. 

„Hún er vonsvikin. Þetta er bara erfið staða. Þrýstingurinn frá almenningi hefur reynst þeim erfiður. Þau hafa upplifað hæðir og lægðir í gegnum sambandið,“ bætti hann við. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að huga að fasteignakaupum ættirðu að drífa í því á næstu sex mánuðum. Sýndu því skilning ef vinir eru uppteknir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að huga að fasteignakaupum ættirðu að drífa í því á næstu sex mánuðum. Sýndu því skilning ef vinir eru uppteknir.