Trúlofaður á ný eftir að 27 ára hjónabandi lauk

Blair Underwood og Josie Hart eru trúlofuð.
Blair Underwood og Josie Hart eru trúlofuð. AFP

Leikarinn Blair Underwood og leikkonan Josie Hart eru trúlofuð, en þau hafa þekkst lengi og verið góðir vinir í yfir 40 ár. Rúmt ár er liðið frá því að leikarinn skildi við eiginkonu sína til 27 ára, Desiree DaCosta. 

Underwood fór með hlutverk í hinum geysivinsælu þáttum Beðmál í borginni, en þar lék hann Dr. Robert Leeds. Hann fór einnig með hlutverk í þáttunum L.A. Law yfir sjö ára tímabil. 

Fyrr í vikunni léku Underwood og Hart frumraun sína á rauða dreglinum á Emmy-verðlaununum í New York-borg. Leikarinn deildi síðar mynd af þeim á rauða dreglinum og tilkynnti trúlofunina með fallegum texta. 

Frumsýndi nýju ástina á rauða dreglinum

Í færslunni segir leikarinn hápunkt kvöldsins hafa verið að ganga rauða dregilinn með nýju unnustu sinni. Hann segir þau hafa verið vinir í 41 ár, og að hún hafi ætíð verið til staðar fyrir hann. Rómantíkin virðist blómstra hjá parinu og hamingjuóskirnar rigndu inn á færslu leikarans. 

Underwood og fyrrverandi eiginkona hans eiga þrjú börn á aldrinum 21 til 23 ára, en þau gengu í hjónaband árið 1994. Þau tilkynntu skilnaðinn í maí 2021 með færslu á Instagram, en þar útskýrðu þau fyrir aðdáendum sínum að þau hefðu ákveðið að binda enda á hjónabandið eftir að hafa hugsað vel og lengi um það. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér tekst að miðla málum ef þú kemur til dyranna eins og þú ert klædd/ur. Frá og með deginum í dag er þetta úr sögunni getur þú haldið fram veginn léttari en ákveðnari í spori.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér tekst að miðla málum ef þú kemur til dyranna eins og þú ert klædd/ur. Frá og með deginum í dag er þetta úr sögunni getur þú haldið fram veginn léttari en ákveðnari í spori.