Einn sá besti frumsýnir nýju ástina

Erling Haaland, framherji Manchester City, og Isabel Haugseng Johansen eru …
Erling Haaland, framherji Manchester City, og Isabel Haugseng Johansen eru stödd í rómantísku fríi í Marbella. Samsett mynd

Norski markahrókurinn Erling Haaland nýtur sín nú í rómantísku fríi á Marbella með kærustu sinni, Isabel Haugseng Johansen. Erling er í tveggja vikna fríi þar sem Noregur náði ekki að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fer fram í Katar um þessar mundir. 

Fram kemur á vef Daily Mail að Erling og Isabel hafi þekkst í mörg ár, en þau kynntust í heimabæ sínum, Bryne í Noregi. Þau eru bæði sögð hafa leikið með knattspyrnufélagi í Bryne, og eftir margra ára vináttu hafi neisti kviknað á milli þeirra. Þá eru þau sögð hafa verið saman í marga mánuði, en haldið sambandinu fjarri sviðsljósinu. 

Erling spilar sem framherji með enska úrvalsdeildarliðinu Manchester City og er markakóngur liðsins um þessar mundir með 23 mörk í 18 leikjum. Nýverið var hann kallaður „besti framherji í heimi“ af Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, á meðan Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagði hann einfaldlega vera fullkominn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler