Merki Stjörnutorgs á uppboði

Merki stjörnutorgs er til sölu.
Merki stjörnutorgs er til sölu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Merki Stjörnutorgs í Kringlunni er nú á uppboði til styrktar pakkasöfnun Kringlunnar. Stjörnutorgi var lokað í vikunni eftir 23 ára starfsemi og en í stað þess kemur mathöllin Kúmen.

Í tilkynningu á vef Kringlunnar segir að merkið fari á uppboð með það í huga að Stjörnutorg fái að lifa áfram á nýjum stað í nýju hlutverki. 

Uppboðið fer fram á Facebook-síðu Kringlunnar og stendur yfir til 1.desember 2022. Áhugasamir bjóði í merkið í athugasemdum.

Söluandvirði rennur óskipt í pakkasöfnun Kringlunnar til styrktar Mæðrastyrksnefndar, Fjölskylduhjálpar Íslands og Hjálparstofnunar Kirkjunnar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki slá þig út af laginu þótt einhverjir eigi erfitt með að skilja hvert þú ert að fara. Gerðu ráð fyrir því óvænta í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Steindór Ívarsson
3
Stefan Mani
4
Patricia Gibney

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki slá þig út af laginu þótt einhverjir eigi erfitt með að skilja hvert þú ert að fara. Gerðu ráð fyrir því óvænta í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Steindór Ívarsson
3
Stefan Mani
4
Patricia Gibney