Merki Stjörnutorgs í Kringlunni er nú á uppboði til styrktar pakkasöfnun Kringlunnar. Stjörnutorgi var lokað í vikunni eftir 23 ára starfsemi og en í stað þess kemur mathöllin Kúmen.
Í tilkynningu á vef Kringlunnar segir að merkið fari á uppboð með það í huga að Stjörnutorg fái að lifa áfram á nýjum stað í nýju hlutverki.
Uppboðið fer fram á Facebook-síðu Kringlunnar og stendur yfir til 1.desember 2022. Áhugasamir bjóði í merkið í athugasemdum.
Söluandvirði rennur óskipt í pakkasöfnun Kringlunnar til styrktar Mæðrastyrksnefndar, Fjölskylduhjálpar Íslands og Hjálparstofnunar Kirkjunnar.