Söngkonan, lagahöfundurinn og leikkonan Irene Cara er látin.
Útgefandi hennar, Judith A. Moose, tilkynnti þetta á Twitter.
Ekki er vitað hvað varð Cara að bana hún lést á heimili sínu í Flórída í Bandaríkjunum.
Cara var best þekkt fyrir að leika Coco Hernandez í kvikmyndinni Fame frá árinu 1980 ásamt því að syngja titillag kvikmyndarinnar.
Cara deildi Óskarsverðlaunum með Giorgio Morder og Keith Forsey fyrir besta lag í kvikmynd, laginu Flashdance...What a feeling úr kvikmyndinni Flashdance frá árinu 1983 sem hún lék einnig í.
Ásamt Óskarsverðlaununum vann Cara tvö Grammy verðlaun og ein Golden Globe verðlaun ásamt því að vera tilnefnd í öðru sinni.