Viðstödd slagsmál í Hollywood

Sigríður Geirsdóttir bjó um tíma og starfaði í Hollywood.
Sigríður Geirsdóttir bjó um tíma og starfaði í Hollywood. Mbl.is/Ólafur K. Magnússon

Seint í nóvember 1962 voru fréttir af því í heimspressunni að komið hefði til slagsmála milli tveggja málsmetandi kvikmyndaframleiðenda, Sidney Lufts og Charles Strauss, á veitingahúsi einu í Hollywood. Svo harkalega flugust þeir víst á að kvenfólk flúði salinn, hafði Morgunblaðið eftir breska blaðinu Daily Express.

Hafi þetta ekki verið nóg til að vekja áhuga landans þá kom einnig fram í heimsfréttunum að íslenska kvikmyndaleikkonan og fyrirsætan Sigríður Geirsdóttir, eða Sirrý Geirs, hefði verið við borð Lufts þegar skarst í odda. Blaðið bjó svo vel að hafa símanúmer hennar í Hollywood og var ekki lengi að slá á þráðinn.

Lét móðgandi orð falla

„Þetta var þannig að ég var búin að þekkja Strauss í meira en ár. Þegar hann vissi að ég þekkti Luft, þá hringdi hann hingað seint um kvöld,“ sagði Sigríður um aðdraganda áfloganna. Hún var hins vegar ekki heima og Anna Geirsdóttir, systir hennar, sem einnig var fyrirsæta, kom í símann. Lét Strauss þá falla mjög móðgandi orð um Luft. „Önnu féll þetta illa og þegar ég kom heim hálftíma seinna úr kvöldverðarboði með Luft vildi hún tala við mig einslega. Hún sagðist ekki geta sagt mér hvað það væri svo Luft heyrði til. Ég sagði henni þá að ef ég gæti heyrt það gæti Luft það líka. Þá sagði hún að Strauss hefði hringt og sagt ýmislegt um Luft, – sem var eintómur þvættingur auðvitað.“

– Hvað sagði hann? spurði blaðamaður.

„Það veit enginn, það hefur ekki verið birt.“

Sidney Luft.
Sidney Luft.

Borðin fóru um koll

Að sögn Sigríðar reyndi Luft að hringja til Strauss næsta dag til þess að krefja hann um afsökun, en þá skellti Strauss á hann og vildi ekki tala við hann. „Nú er það af tilviljun að sama kvöld og hann hafði reynt að hringja, að við sitjum við nærliggjandi borð í veitingahúsinu Slate-Brother’s Night Spot, við Luft á öðru borðinu en Strauss við hitt. Luft fór þá yfir að borði Strauss og krafðist þess að hann bæði sig afsökunar. Vildi hann að þeir færu út og töluðu saman, en það vildi Strauss ekki. Og svo vissi maður ekki fyrri til en borðin fóru um koll, og ég sá að þeir voru í slagsmálum. Svo var þetta stöðvað og lögreglan kom ekki.“

Í máli Sigríðar kom fram að Luft hefði daginn eftir farið til Noregs í viðskiptaerindum, en það var víst ákveðið löngu áður og tengdist því ekki hanaatinu í Hollywood.

Nánar er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson