Keflavík verður að Alaska

Gervisnjór hylur nú götur í Reykjanesbæ.
Gervisnjór hylur nú götur í Reykjanesbæ. Ljósmynd/Svanhildur Eiríksdóttir

Gervisnjór og umferðarmerki á ensku einkenna nú miðbæ Keflavíkur en fyrirhugaðar eru tökur á fjórðu þáttaröð True Detective í bænum á næstu dögum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir allt ganga vel fyrir sig en það er framleiðslufyrirtækið True North sem vinnur nú að því að breyta bænum í þorp í Alaska í Bandaríkjunum. 

„Mér sýnist þetta bara ganga vel hjá þeim og verður gaman að sjá og fylgjast með,“ segir Kjartan í samtali við mbl.is.

Eins og fram hefur komið standa nú yfir tökur á þessari fjórðu þáttaröð True Detecive og er það Jodie Foster sem fer með aðalhlutverkið í þáttunum sem gerist í Alaska. Þættirnir eru framleiddir fyrir HBO.

Kjartan Már Kjartansson er bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Kjartan Már Kjartansson er bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Ljósmynd/Aðsend

„Það er mikið rúntað“

„Það er mikil eftirvænting og fólki finnst þetta mjög gaman og spennandi. Það er mikið rúntað. Þeir eru að gera leikmynd á Hafnargötunni sem er aðal verslunargatan okkar. Það er mikið af fólki að fylgjast með því. Hún er opin núna en verður lokað í einhverjar klukkustundir meðan tökur fara fram,“ segir Kjartan. Spurður hvort einhverjir hafi pirrað sig á fyrirhuguðum lokunum segist hann ekki heyrt af því, og að það hafi þá ekki verið háværar raddir. 

Tökur hefjast á morgun, mánudag, og munu standa út vikuna. 

Jodie Foster fer með aðalhlutverkið.
Jodie Foster fer með aðalhlutverkið. AFP/Valery Hache

„Nú eru þeir farnir að setja upp erlend skilti og það er búið að endurnefna sumar verslanir og veitingastaður kominn með allt annað nafn. Það eru komnar erlendar hraðamerkingar, 15 mílur á klukkustund og school bus stendur á einu skiltinu,“ segir Kjartan. 

Kvikmyndatökurnar á True Detective eru þær umfangsmestu sem fram hafa farið á Íslandi. Tökurnar fara að mestu fram innanhúss í kvikmyndatökuverum. Tökur hafa einnig farið fram í Vogum við Vatnsleysuströnd fyrr í haust og í Skautahöll Reykjavíkur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur þig betur þegar þú hefur of mikið að gera. Láttu ekki koma þér úr skorðum, þú þarft bara að eyða svolitlum tíma í að leysa vandamálin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur þig betur þegar þú hefur of mikið að gera. Láttu ekki koma þér úr skorðum, þú þarft bara að eyða svolitlum tíma í að leysa vandamálin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav