Diegó í aðra aðgerð í dag

Margir kannast við köttinn Diegó sem hefur vanið komur sínar …
Margir kannast við köttinn Diegó sem hefur vanið komur sínar í Skeifuna.

Stjörnukötturinn Diegó fer í aðra aðgerð í dag, þriðjudag, en ekið var á hann á föstudagsmorgun.

Sigrún Ósk Snorra­dótt­ir, eig­andi Diegós, greinir frá því í Facebook-hópnum Spottaði Diegó að hann þurfi meiri tíma til að jafna sig. 

Hann er enn á dýraspítalanum og þar er svooo vel hugsað um hann, við fjölskyldan erum svo þakklát,“ segir Sigrún en um 400 þúsund krónur söfnuðust fyrir aðgerð Diegó. 

Hún biður fólk um að sýna skilning að fjölskyldan geti ekki svarað öllum persónulegum skilaboðum sem þau hafa fengið. „Við og Diegó erum ótrúlega þakklát fyrir ykkur.“

Rúmlega tíu þúsund manns eru í Facebook-hópnum en kött­ur­inn hef­ur vanið komur sínar í Skeifuna og kann­ast veg­far­end­ur þar marg­ir hverj­ir við hann.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það lítur út fyrir að þú sitjir uppi með hálfgert leiðindaverk í dag. Gagnrýni er holl, en við erum flest að reyna að gera eins vel og við getum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það lítur út fyrir að þú sitjir uppi með hálfgert leiðindaverk í dag. Gagnrýni er holl, en við erum flest að reyna að gera eins vel og við getum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden