Hótanir gegn Meghan raunverulegar

Hótanirnar í garð Harry og Meghan voru raunverulegar og ógeðslegar …
Hótanirnar í garð Harry og Meghan voru raunverulegar og ógeðslegar að mati háttsetts lögreglumanns í Bretlandi. AFP

Hótanir í garð Meghan hertogaynju af Sussex voru raunverulegar og alvarlegar að mati lögreglunnar í Bretlandi. Neil Basu, háttsettur lögreglumaður og yfirmaður í hryðjuverkavarnardeild lögreglunnar, tjáði sig um mál hertogaynjunnar í viðtali við Channel 4 í gær. 

Basu sagði morðhótanirnar ógeðslegar og að þær kæmu einna helst frá öfgahægrisinnuðum mönnum. Beindust þær bæði gegn Meghan og eiginmanni hennar, Harry Bretarpins. 

Frásögn Basu virðist renna stoðum undir það sem hjónin hafa sagt um hótanirnar opinberlega. 

Málshöfðanir í tengslum við hótanirnar

Harry Bretaprins og Meghan Markle gengu í hjónaband árið 2018. Í upphafi árs 2020 sögðu þau sig frá öllum konunglegum skyldum og fluttu til Bandaríkjanna, þaðan sem Meghan er. 

Basu hefur ákveðið að hætta störfum fyrir lögregluna í Bretlandi eftir 30 ára starf og var af því tilefni í viðtali. Spurður hvort hótanirnar væru raunverulegar sagði hann: „Algjörlega“.

„Við vorum með heilu teymin sem rannsökuðu þessar hótanir. Fólk hefur verið sótt til saka vegna málsins,“ sagði Basu. 

Harry höfðaði mál gegn breskum stjórnvöldum vegna þeirrar ákvörðunar stjórnvalda að lækka framlag sitt til öryggismála hans þegar hann kom í heimsókn til Bretlands. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft leitum við sannleikans langt yfir skammt. Farið ykkur hægt og rólega því tækifærin hlaupa ekkert frá ykkur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft leitum við sannleikans langt yfir skammt. Farið ykkur hægt og rólega því tækifærin hlaupa ekkert frá ykkur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav