5 milljónir horft á íslenska jólamartröð á TikTok

4,9 milljónir hafa horft á TikTok-ið.
4,9 milljónir hafa horft á TikTok-ið. Samsett mynd

Myndband af dóttur athafnakonunnar Tobbu Marinós og Baggalútsins Karls Sigurðssonar hefur sannarlega slegið í gegn á TikTok síðustu daga. Tiktok-ið setti systir Tobbu, Rebekka Rut Marinósdóttir, inn í tilefni af jólunum og til þess að minna fólk á að vanda valið á jólagjöfum til barna. 

„Þegar ég eyðilagði jólin,“ skrifar Rebekka við myndbandið en hún gaf systurdóttur sinni míkrófón í jólagjöf. Sú stutta nýtti hvert tækifæri til að syngja hátt og snjallt eins og hún á kyn til. Það virtust þó ekki allir í fjölskyldunni vera jafn ánægðir með söngtakta hennar eins og sjá má í myndbandinu.

4,9 milljónir hafa horft á myndbandið á TikTok og hrannast inn athugasemdir og hafa margir veitt því athygli að hún syngur meðal annars orðin Don Corleone. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það lítur út fyrir að þú sitjir uppi með hálfgert leiðindaverk í dag. Gagnrýni er holl, en við erum flest að reyna að gera eins vel og við getum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það lítur út fyrir að þú sitjir uppi með hálfgert leiðindaverk í dag. Gagnrýni er holl, en við erum flest að reyna að gera eins vel og við getum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden