Lést klukkustundum eftir brúðkaupið

Jake Flint lést aðfaranótt mánudags.
Jake Flint lést aðfaranótt mánudags. Skjáskot/Instagram

Sveitasöngvarinn Jake Flint er látinn 37 ára að aldri. Lést hann aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann gekk í hjónaband með Brendu Flint.

Ekki er búið að skera úr um orsök andlátsins. 

Söngvarinn lést í svefni aðfaranótt mánudags, en þau Brenda höfðu gengið í hjónaband á laugardaginum. 

„Við ættum að vera fara saman í gegnum brúðkaupsmyndirnar okkar. Þess í stað er ég að velja í hvaða fötum hann verður grafinn. Mannfólkið er ekki gert fyrir svona mikinn sársauka,“ skrifaði hún á Facebook.

Flint var ákaflega vinsæll sveitasöngvari í Bandaríkjunum og var á tónleikaferðalagi um landið. Tók hann sér frí frá tónleikum til þess að kvænast ástinni sinni, en átti að snúa aftur á sviðið á morgun, föstudag.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það lítur út fyrir að þú sitjir uppi með hálfgert leiðindaverk í dag. Gagnrýni er holl, en við erum flest að reyna að gera eins vel og við getum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það lítur út fyrir að þú sitjir uppi með hálfgert leiðindaverk í dag. Gagnrýni er holl, en við erum flest að reyna að gera eins vel og við getum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden