Meghan tárast í nýrri stiklu

Harry og Meghan fengu greiddar háar fjárhæðir fyrir heimildarmyndina.
Harry og Meghan fengu greiddar háar fjárhæðir fyrir heimildarmyndina. AFP

Stikla úr heimildarmynd Netflix um Harry og Meghan hefur vakið mikla athygli fjölmiðla og almennings. Þar má sjá margar áður óséðar myndir af þeim hjónum og er markmiðið að gefa fólki hugmynd um hvað gerist á bak við luktar dyr.

Vonast er til að heimildarmyndin veiti innsýn í líf Harrys og Meghan og þær áskoranir sem þau hafa þurft að yfirstíga saman og urðu til þess að þau þurftu að segja skilið við konungsfjölskylduna. Harry segir í myndinni að hann hafi þurft að gera allt sem hann gat til þess að vernda fjölskyldu sína.

Heimildarmyndin er í sex þáttum og talið er líklegt að hún lendi á efnisveitu Netflix þann 8. desember. Biðin hefur verið löng og eftirvæntingin mikil en á tímabili var orðrómur um að Harry og Meghan vildu fresta sýningu hennar til ársins 2023. Talið er að þau hafi fengið um 88 milljónir breskra punda fyrir heimildarmyndina og því er talið að líklegt að hún verði ansi krassandi.

Mörgum finnst hins vegar tímasetningin óheppileg. Stutt er liðið frá andláti drottningar auk þess sem Vilhjálmur prins og Katrín prinsessa eru nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Eflaust kemur fjölmiðlafár í kringum heimildamyndina til með að skyggja á þá ferð.

View this post on Instagram

A post shared by Netflix US (@netflix)

Meghan átti mjög erfitt um tíma ef marka má stiklu …
Meghan átti mjög erfitt um tíma ef marka má stiklu úr nýrri heimildarmynd um hjónin. Skjáskot/Instagram Netflix
Lífið er ekki alltaf dans á rósum hjá kóngafólki.
Lífið er ekki alltaf dans á rósum hjá kóngafólki. Skjáskot/Instagram Netflix
Í stiklunni má sjá áður óséðar myndir úr hversdagslífi hjónanna.
Í stiklunni má sjá áður óséðar myndir úr hversdagslífi hjónanna. Skjáskot/Instagram Netflix





mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson