Reykjavík Grapevine hlaut fuglinn

Jón Trausti Sigurðarson, ritstjóri Reykjavík Grapevine, í fremri röð fyrir …
Jón Trausti Sigurðarson, ritstjóri Reykjavík Grapevine, í fremri röð fyrir miðju. Hann tók við Litlum fugli í gær í Hörpu og með honum voru tveir fyrrum blaðamenn Reykjavík Grapevine, þeir John Rogers (aftar röð) og Sindri Eldon og tveir núverandi, Josie Gaitens (aftari röð) og Kim ​​​​​​​Wagenaar. Kristinn Magnússon

Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í gær og að vanda var íslensk tónlist og tónlistarfólk í öndvegi. Í Hörpu voru veittar viðurkenningar í tilefni dagsins og heiðursverðlaunin Lítill fulg. Hlaut þau að þessu sinni tjölmiðillinn Reykjavík Grapevine fyrir öfluga tónlistar- og menningarumfjöllun allt frá stofnun blaðsins 2003, eins og því er lýst í tilkynningu. „Reykjavík Grapevine er íslenskt tímarit á ensku og er markhópur blaðsins ferðamenn og nýir íslendingar. Markmið blaðsins er að endurspegla samfélagið og skoðanir sem brenna á vörum fólks. Jafnan hefur íslenskt samfélag verið skoðað utan frá, og hefur blaðið verið skemmtilega gagnýnið í gegnum tíðina,“ segir þar  og að tónlistarrýni hafi verið afar metnaðarfull til margra ára, umfjöllun um tónlist og útgáfu verið mjög sterk og starfsfólk miðilsins haldið úti tónleikum og hvers konar viðburðahaldi með sóma. „Helsti styrkleiki blaðsins er þó tvímælalaust öflug menningarumfjöllun sem núverandi ritstjórn ætlar sér að efla enn frekar, enda besta leiðin fyrir ferðamenn og aðra til þess að kynnast landi og þjóð að sögn aðstandenda blaðsins,“ segir ennfremur í tilkynningu og tók núverandi ritstjóri og einn stofnenda blaðsins, Jón Trausti Sigurðarson, við verðlaununum.

Hvatning fyrir KÍTÓN

Verðlaun og viðurkenningar Dags íslenskrar tónlistar hafa verið veitt til þeirra sem hafa fjallað, skrifað og skráð sögu íslenskrar tónlistar. Hvatningarverðlaun Dags íslenskrar tónlistar hlaut í ár félag kvenna í tónlist, KÍTÓN, sem var stofnað árið 2013 og hefur að markmiði að auka þátt kvenna í tónlist hvort heldur er í almennri spilun eða tónleikaframkomu. Tónlistarkonurnar Védís Hervör, sem er einn stofnandi og fyrsti formaður félagsin,s og Sóley Stefánsdóttir, núverandi formaður, tóku við viðurkenningunni fyrir hönd KÍTÓN. Nýsköpunarverðlaun hlutu aðstandendur smáforritsins Gjugg sem safnar saman upplýsingum um hvers konar viðburði í tónlist og menningu á öllum sviðum og auðveldar aðgengi fólks að þeim um allt land. Gluggann, verðlaun veitt þeim verkefnum sem þykja sýna íslenskri tónlist sérstakt atfylgi, hlaut Hljómahöllin og tók Tómas Young, framkvæmdastjóru Hljómahallar, við viðurkenningunni.

Loks voru veitt Útflutningsverðlaun og hlaut þau Laufey Lín Jónsdóttir sem vakið hefur mikla athygli og náð til milljóna hlustenda á samfélagsmiðlum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant