Segir spurningar hirðmeyjarinnar ofbeldi

Ngozi Fulani upplifði spurningar hirðmeyjarinnar sem ofbeldi.
Ngozi Fulani upplifði spurningar hirðmeyjarinnar sem ofbeldi. Ljósmynd/Twitter

Ngozi Fulani, stofnandi Sistah Space, segist hafa upplifað spurningar starfsmanns hallarinnar sem ofbeldi. Fulani greindi frá því í gær að starfsmaður hallarinnar hefði spurt hana ítrekað hvaðan hún væri er hún var viðstödd á viðburði á vegum Kamillu drottningar í höllinni á þriðjudag.

Starfsmaðurinn er Lady Susan Hussey sem í reynd er ekki starfsmaður hallarinnar, líkt og kom fram í fréttum í gær, heldur er hún hirðmey Karls III. Bretakonungs. Var hún áður hirðmey Elísabetar II. Bretadrottningar. Hussey er einnig guðmóðir Vilhjálms Bretaprins. Hefur hún unnið hjá bresku konungsfjölskyldunni síðan 1960.

Í viðtali við BBC Radio 4 í dag sagði Fulani um málið: „Þetta var eins og yfirheyrsla. Og ég get ekki útskýrt þetta nema að segja að hún var staðráðin: „Hvaðan ertu? Hvaðan kemur fólkið þitt?“,“ sagði Fulani í viðtalinu. 

Aldursfordómar

Höllin sendi frá sér tilkynningu í gær vegna málsins og sagði spurningar hennar óviðeigandi.

Spurð hvort spurningarnar skýrðust ekki af aldri Hussey, sem er 83 ára, sagði Fulani. „Það hafa margir skýrt þetta með aldri hennar og einhverju slíku. Ég tel að það sýni vanvirðingu, og aldursfordómar eru raunverulegir. Ég verð að spyrja mig þeirrar spurningar hvernig þetta getur raunverulega gerst í rými sem á að verja konur fyrir öllum tegundum ofbeldis. Jafnvel þó þetta sé ekki líkamlegt ofbeldi, þá er þetta ofbeldi,“ sagði Fulani. 

Fulani, sem var boðið til hallarinnar á viðburð um að fyrirbyggja ofbeldi gegn konum, sagðist ekki geta séð hvað það kæmi málinu við hvort hún væri bresk eða ekki. 

Susan Hussey var góð vinkona Elísabetar drottningar.
Susan Hussey var góð vinkona Elísabetar drottningar. AFP/Victoria Jones
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler