Tilnefnd til Kraumsverðlaunanna

Una Torfa á tónleikum á Iceland Airwaves. Una er ein …
Una Torfa á tónleikum á Iceland Airwaves. Una er ein þeirra sem tilnefnd eru til Kraumsverðlauna í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var í dag, á Degi íslenskrar tónlistar, hvaða hjómsveitir og tónlistarmenn eru tilnefnd til Kraumsverðlaunanna í ár, 21 talsins. Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Auroru velgerðarsjóðs, verða afhent í fimmtánda sinn síðar í þessum mánuði fyrir þær íslensku hljómplötur er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Dómnefnd verðlaunanna hefur nú valið þær plötur er hljóta tilnefningar til Kraumsverðlaunanna í ár og einnkennir tilnefningarnar í ár sá fjöldi listamanna sem kemur fram á sjónarsviðið með sínum fyrstu breiðskífum, eins og segir í tilkynningu. „Einnig er sú mikla gróska er ríkir í rafskotinni popp-, pönk- og danstónlist áberandi í tilnefningum ársins. Annars ræður fjölbreytnin ríkjum og listinn inniheldur verk af ýmsum toga, m.a. popp og þungarokk, fönk og reggí, jazz og house, tónverka- og tilraunatónlist,“ segir þar. 

Kraumsverðlaunum er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita. Verðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Alls hafa hátt í áttatíu listamenn og hljómsveitir hlotið Kraumsverðlaunin fyrir plötur sínar, flestir snemma á ferlinum, frá því verðlaunin voru fyrst veitt árið 2008. Það er Aurora velgerðarsjóður sem stendur að Kraumsverðlaununum. Tilnefningar eru eftirfarandi:

Alfreð Drexler - Drexler’s Lab

Ari Árelíus - Hiatus Terræ

Ástþór Örn - A machine that runs on blood

Final Boss Type ZERO - 1000 Cuts

Fríða Dís Guðmundsdóttir - Lipstic On

Guðir hins nýja tíma - Ég er ekki pervert, ég er spæjari

gugusar - 12:48

Kraftgalli – Kúlomb

Kruklið - SAMHERJI: The musical

KUSK - Skvaldur

Kvelja - Andþrot

Kvikindi - Ungfrú Ísland

Lilja María Ásmundsdóttir & Ines Zinho - Internal Human

Oh Mama - Hamraborg

Óskar Kjartansson - Gork

Ronja - 00000

Siggi Olafsson (Berglind Ágústsdóttir) - Lost at war

Skurken - Dagur

Stirnir - Beautiful Summer, Big Stjarna

Ultraflex - Infinite Wellness

Una Torfa – Flækt og týnd og einmana

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson