Var hrædd við að stunda kynlíf edrú

Lala Kent opnaði sig á dögunum um ástarlíf sitt eftir …
Lala Kent opnaði sig á dögunum um ástarlíf sitt eftir að hún varð edrú. Skjáskot/Instagram

Í síðasta mánuði fagnaði Vanderpump Rules-stjarnan Lala Kent fjórum árum edrú og opnaði sig um ástarlíf sitt í hlaðvarpinu Intimate Knowledge. Hún var hreinskilin í þættinum og viðurkenndi að kynlíf án áfengis hafi hrætt hana verulega, sérstaklega í ljósi þess að hún hafði nýverið hætt með kærasta sínum til fimm ára. 

Kent og fyrrum unnusti hennar, kvikmyndagerðamaðurinn Rendall Emmett kynntust árið 2015, en þau opinberuðu samband sitt þó ekki fyrr en árið 2018 þar sem Emmett var enn kvæntur þegar þau byrjuðu saman. Árið 2021 eignuðust þau dóttur, en í október sama ár slitu þau sambandi sínu og höfðu þá verið trúlofuð í þrjú ár. 

Áfengi eins og fljótandi hugrekki í kynlífi

„Ég byrjaði í sambandi þegar ég glímdi við alkóhólisma, og svo varð ég edrú með þeirri manneskju, þannig að mér leið vel,“ útskýrði Kent. Hún segist þó hafa átt erfitt með að fóta sig í stefnumótaheiminum eftir sambandsslitin og líkti áfengi við fljótandi hugrekki. 

Kent segist hafa stundað kynlíf í fyrsta sinn edrú í sumar. „Ég var svo hrædd við að stunda kynlíf edrú því ég hafði aldrei gert það áður,“ sagði hún. Upplifunin virðist þó hafa verið ánægjuleg fyrir Kent sem sagðist enn vera að hitta manninn. „Sá sem kenndi honum þarf einhvers konar verðlaun vegna þess að þetta var magnað,“ bætti hún við. 

Forðaðist kynlíf

Í mars síðastliðnum opnaði Kent sig í hlaðvarpinu sínu Give Them Lala þar sem hún sagðist forðast kynlíf. „Fyrir mig, á þeim stað sem ég er í lífinu mínu og vegna þess sem ég hef gengið í gegnum, þá er kynlíf ekki gott fyrir mig. Það er óhreint, það er gróft. Það táknar eitthvað sem það ætti ekki að tákna. en vegna þess að ég er að takast á við miklar tilfinningar þá pirrar kynlíf mig,“ sagði hún. 

Þá sagðist hún líta öðrum augum á nánd en hún gerði áður, en svo virðist sem hún hafi nú unnið úr sínum málum og að ástarlíf hennar blómstri nú sem aldrei fyrr. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gefðu þig að þeim sem eru sterkir á sviði sem þú ert veikur á og deildu niður verkefnum. Það er nauðsynlegt svo þú skalt gefa þér góðan tíma, þegar þörf krefur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gefðu þig að þeim sem eru sterkir á sviði sem þú ert veikur á og deildu niður verkefnum. Það er nauðsynlegt svo þú skalt gefa þér góðan tíma, þegar þörf krefur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden