Nýjar hæðir með Miðvikudegi

Miðvikudagur sló nýtt met.
Miðvikudagur sló nýtt met. Ljósmynd/Netflix

Netflix-þættirnir Miðvikudagur, eða Wednesday, hafa slegið ný áhorfsmet hjá streymisveitunni. Á fyrstu viku þáttanna var þáttaröðinni streymt í 341,23 milljónir klukkustunda. 

Sló þáttaröðin öll met þáttaraða á ensku sem streymisveitan hefur sent frá sér. Fjórða þáttaröð Stranger Things sló metið síðast en þá var þáttaröðinni streymt í 335 milljónir klukkustunda á fyrstu vikunni. 

Squid Game á þó enn metið en þeirri þáttaröð var streymt í 571,8 milljónir klukkustunda á fyrstu vikunni.

Miðvikudagur er á vinsældarlistum í öllum þeim 93 ríkjum sem Netflix er aðgengilegt í og í fyrsta sæti í 83 af þeim ríkjum.

Jenna Ortega fer með aðalhlutverkið í þáttunum og leikur titilpersónu þáttanna, Wednesday Addams. Þættirnir eru byggðir á þáttunum um Addams-fjölskylduna.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þýðir ekkert að sitja með hendur í skauti og vorkenna sjálfum sér, þótt margt sé á döfinni. Dagurinn ætti að verða ánægjulegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þýðir ekkert að sitja með hendur í skauti og vorkenna sjálfum sér, þótt margt sé á döfinni. Dagurinn ætti að verða ánægjulegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden