Vinsælli en kappræðurnar

​Maria Rossing leikur Birtu sem kemur fersk að málum úr …
​Maria Rossing leikur Birtu sem kemur fersk að málum úr dönsku sveitinni. DR

Sjónvarpsmyndaflokkurinn Carmenrúllurnar, sem RÚV sýnir um þessar mundir, hefur fallið í frjóa jörð í Danmörku og fór beint á toppinn yfir vinsælasta sjónvarpsefni landsins, þegar flokkurinn var frumsýndur í haust. Velti hann þar úr sessi vinsælum skemmtiþáttum á borð við The Great Danish Bake-Off og Strictly Dancing.

Ekki nóg með það, mun fleiri Danir horfðu á annan þáttinn af rúllunum en kappræður Mette Frederiksen forsætisráðherra og annarra stjórnmálamanna fyrir þingkosningarnar, sem fram fóru á sama tíma. 664 þúsund manns sáu rúllurnar en 498 þúsund kappræðurnar. 

„Við erum í skýjunum með þessar tölur,“ sagði framleiðandinn, Stinna Lassen, en umsagnir danskra gagnrýnenda hafa líka verið lofsamlegar. Önnur sería af Carmenrúllunum er fyrirhuguð næsta haust.  

​Axel er vanur að rúlla sínum verkefnum upp. Með bros …
​Axel er vanur að rúlla sínum verkefnum upp. Með bros á vör. DR


Umfangsmeiri saga

Handritshöfundurinn, Mette Heeno, upplýsir í samtali við vef Norræna sjónvarps- og kvikmyndasjóðsins að leikstjórinn Katherine heitin Windfeld hafi upphaflega fengið þá hugmynd fyrir áratug að gera kvikmynd um Carmenrúllurnar, sem eru í raun og sann dönsk uppfinning. Sjálf kom hún að hirðinni seinna og á endanum var ákveðið að gera heilan myndaflokk. Persóna Axels er lauslega byggð á föður Carmenrúllnanna, Arne Bybjerg, sem mun hafa verið litríkur náungi og ofboðslega hress. Aðrar persónur eru skáldaðar. 

„Eftir að hafa kynnt mér málið betur gerði ég mér grein fyrir því að þetta gæti orðið mun umfangsmeiri saga,“ segir Heeno, „um konur að ryðjast út á vinnumarkaðinn og öðlast frelsi á sjöunda áratugnum, þegar miklar þjóðfélagsbreytingar áttu sér stað og efnahagurinn blómstraði.“

Nánar er fjallað um Carmenrúllurnar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur þig betur þegar þú hefur of mikið að gera. Láttu ekki koma þér úr skorðum, þú þarft bara að eyða svolitlum tíma í að leysa vandamálin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur þig betur þegar þú hefur of mikið að gera. Láttu ekki koma þér úr skorðum, þú þarft bara að eyða svolitlum tíma í að leysa vandamálin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav