Flatbökurisinn Domino's varpaði í dag þeirri tilkynningu til notenda Domino's-appsins á Íslandi að árið þeirra í pitsum hefði verið tekið saman.
Smella mátti á tilkynninguna til að sjá samantekt á pöntunum ársins, smekk sinn borinn saman við annarra og ýmislegt annað.
Íslendingar hafa brugðist við þessu útspili í dag og meðal annars deilt með hver öðrum skjáskotum úr samantektinni.
Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, reið á vaðið á Twitter og virtist hreint ekki sáttur.
Hann lét þó til leiðast að opinbera sambandið.
Aðrir bentu á líkindi með ársyfirliti Spotify, þar sem barnalög hafa tröllriðið mörgum topplistum fólks, því til nokkurs ama.