Dominique Lapierre er látinn

Dominique Lapierre árið 2006.
Dominique Lapierre árið 2006. AFP/Javie Soriano

Franski rithöfundurinn Dominique Lapierre, höfundur metsölubóka um Indland á borð við Cette nuit la liberté (Frelsi í nótt) og La Cité de la Joie (Borg gleðinnar), er látinn, 91 árs gamall.

Dominique Conchon-Lapierre, eiginkona hans, greindi franska dagblaðinu Var-Matin frá þessu í gær.

Lapierre hefur selt um 50 milljónir eintaka af þeim sex bókum sem hann samdi ásamt bandaríska höfundinum Larry Collins. Sú þekktasta er Paris, brûle-t-il ? (Brennur París?) sem gerist í síðari heimsstyrjöldinni. Francis Ford Coppola og Gore Vidal skrifuðu kvikmyndahandrit upp úr henni.

Bók hans frá árinu 1985, La cité de la joie (Borg gleðinnar), naut einnig mikilla vinsælda og var kvikmynd gerð eftir henni árið 1992 með Patrick Swayze í aðalhlutverki.

Lapierre gaf meirihluta höfundarlauna sinna vegna Borgar gleðinnar til mannúðarmála á Indlandi.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft leitum við sannleikans langt yfir skammt. Farið ykkur hægt og rólega því tækifærin hlaupa ekkert frá ykkur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft leitum við sannleikans langt yfir skammt. Farið ykkur hægt og rólega því tækifærin hlaupa ekkert frá ykkur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav