Hundaþjófur í 21 árs fangelsi

Einn þeirra sem skaut aðstoðarmann Lady Gaga og rændi hundum …
Einn þeirra sem skaut aðstoðarmann Lady Gaga og rændi hundum hennar hefur verið dæmdur í 21 árs fangelsi. AFP

Karlmaðurinn sem skaut aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga og stal hundum hennar á síðasta ári hefur verið dæmdur í 21 árs fangelsi.

Maðurinn, sem heitir James Howard Jackson, samþykkti samning á mánudag. Hann mótmælti ekki né játaði tilraun til manndráps. Hann játaði hann hinsvegar að hafa valdið miklum líkamlegum skaða. 

Jackson var einn af fimm sem tóku þátt í ráninu á hundunum tveimur. Ákæruvaldið segir hópinn ekki hafa vitað að hundarnir, sem eru franskir bolabítar, hafi verið í eigu Lady Gaga. Þeir hafi aðeins stolið hundunum til að hagnast á því fjárhagslega. 

Árásin átti sér stað kvöldið 24. febrúar á síðasta ári. Hópurinn hafi keyrt um hin ýmsu hverfi Los Angeles í leit að frönskum bolabítum. Þá sáu þeir mann á gangi með þrjá franska bolabíta, en maðurinn reyndist vera Ryan Fischer, aðstoðarmaður Lady Gaga. Tóku þeir hann hálstaki og skutu hann. 

Árásin náðist á öryggismyndavél við dyrabjöllu á nálægu húsi. Fischer slasaðist alvarlega og missti hluta úr öðru lunganu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þýðir ekkert að sitja með hendur í skauti og vorkenna sjálfum sér, þótt margt sé á döfinni. Dagurinn ætti að verða ánægjulegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þýðir ekkert að sitja með hendur í skauti og vorkenna sjálfum sér, þótt margt sé á döfinni. Dagurinn ætti að verða ánægjulegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden