Kalt stríð bræðranna tekur engan enda

Enn andar köldu milli bræðranna, Harry og Vilhjálms.
Enn andar köldu milli bræðranna, Harry og Vilhjálms. AFP

Enn andar köldu milli bræðranna Harrys og Vilhjálms Bretaprinsa. Vilhjálmur ríkisarfi og eiginkona hans, Katrín prinsessa af Wales, eru nýkomin heim úr þriggja daga heimsókn til Bandaríkjanna. Þar búa Harry og eiginkona hans, Meghan hertogaynja af Sussex. Bræðurnir hittust ekki þrátt fyrir að hafa verið staddir í sama landinu og er ekki útlit fyrir að þeir hittist á næstunni. 

Sögusagnir hafa verið á kreik um að Harry og Meghan hafi ekki mætt á Earthshot-verðlaunahátíðina á föstudag til þess að varpa ekki skugga á mikilvægi hennar og umhverfisverndar.

Hjónin, sem iðulega gustar um, náðu hins vegar að vekja athygli á sér og sínum málstað á sama tíma og Vilhjálmur og Katrín voru í Bandaríkjunum. 

Ferð Vilhjálms og Katrínar byrjaði ekki vel. Strax í upphafi ferðar þurftu þau að svara fyrir uppákomu sem varð í höllinni á viðburði sem Kamilla drottning stóð fyrir. Var þá hirðmey, guðmóðir Vilhjálms, sökuð um kynþáttafordóma í garð þeldökkrar konu sem hafi verið á viðburðinum. Talsmaður hjónanna sagði ummælin ólíðandi. 

Á fimmtudeginum fór svo í loftið fyrsta stiklan fyrir heimildaþætti Harry og Meghan. Stiklan vakti mikla athygli og stal í nokkrum tilvikum athyglinni frá Vilhjálmi og Katrínu. 

Katrín, Vilhjálmur, Harry og Meghan eftir andlát ömmu bræðranna í …
Katrín, Vilhjálmur, Harry og Meghan eftir andlát ömmu bræðranna í september. AFP

Andmæla hið fyrsta

Bræðurnir hafa ekki átt samleið í einu og öllu undanfarin ár sem sást best þegar Harry og Meghan sögðu sig frá öllum konunglegum skyldum í upphafi árs 2020.

Daily Mail hefur eftir ónefndum heimildarmanni að Vilhjálmur ætli sér að neita öllu því sem Harry segir um konungsfjölskylduna í heimildarþáttunum sem koma út hinn 8. desember. Sagði hann höllina ætla að bíða eftir að þættirnir kæmu út með að andmæla fullyrðingum Harrys, en að það verði þó gert snarlega eftir útgáfu þeirra. 

Verði það ólíkt því sem gerðist á síðasta ári eftir að Harry og Meghan settust niður með Opruh Winfrey og tjáðu sig um konungsfjölskylduna. Þá beið höllin í tvær vikur með að andmæla fullyrðingum hjónanna. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gefðu þig að þeim sem eru sterkir á sviði sem þú ert veikur á og deildu niður verkefnum. Það er nauðsynlegt svo þú skalt gefa þér góðan tíma, þegar þörf krefur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Stefan Mani
2
Skúli Sigurðsson
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gefðu þig að þeim sem eru sterkir á sviði sem þú ert veikur á og deildu niður verkefnum. Það er nauðsynlegt svo þú skalt gefa þér góðan tíma, þegar þörf krefur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Stefan Mani
2
Skúli Sigurðsson
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden