Stiklur Harry og Meghan harðlega gagnrýndar

Stiklur fyrir þætti Harry Bretaprins og Meghan hertogaynju hafa verið …
Stiklur fyrir þætti Harry Bretaprins og Meghan hertogaynju hafa verið gagnrýndar harðlega. AFP

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja af Sussex hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að nota myndefni á villandi hátt í tveimur stiklum fyrir heimildarþætti sína. Önnur stikla kom út í gær, mánudag, og sú fyrsta kom út á fimmtudag í síðustu viku.

Í stiklunum sjást gamlar myndir og myndskeið og ræða hjónin um að þau hafi verið sett á hliðarlínuna af konungsfjölskyldunni á sama tíma og fjölmiðlar eltu þau uppi eins og sporhundar. 

Þrjár myndir úr stiklunum eru hins vegar alls ekki af viðburðum þar sem Harry og Meghan voru stödd. 

Hvorki Netflix, sem framleiðir þættina, né framleiðslufyrirtæki hjónanna, Archwell, hafa svarað spurningum fjölmiðla um málið. 

Frumsýning Harry Potter

Skjáskot/Netflix

Ein myndin sýnir gríðarlegan fjölda fréttaljósmyndara á sama tíma og Harry talar um að hann hafi þurft að gera allt til að vernda fjölskyldu sína. Myndin er hins vegar tekin á frumsýningu Harry Potter-kvikmyndar, fimm árum áður en Harry og Meghan hittust. Myndin kemur einnig upp í myndabankanum Alamy þegar leitað er að orðinu „paparazzi“. 

Samkvæmt Alamy var hún tekin 7. júlí árið 2011 við frumsýningu Harry Potter og Dauðadjásnin 2 í London.

Kate Price fyrir dóm

Skjáskot/Netflix

Myndskeið í seinni stiklunni hefur sömuleiðis vakið athygli. Í því má sjá fréttaljósmyndara elta manneskju og í stiklunni virðist hann eiga að vera elta Harry og Meghan.

Myndskeiðið var hins vegar tekið þegar fyrrverandi glamúrfyrirsætan Katie Price mætti fyrir dómara á síðasta ári. Rétt áður en myndbandið er sýnt talar Harry um hvernig þau hefðu tekist á við erfiða hluti og hann vildi ekki að sagan endurtæki sig. 

Samkvæmt greiningu Sky News, LBC og Metro hefur myndbandinu verið snúið við, þannig að fréttaljósmyndari sem sneri til vinstri snýr nú til hægri. Myndin er í myndasafni Getty Images.

Réttarhöldin yfir Michael Cohen

Skjáskot/Netflix

Þriðja myndskeiðið sem vakið hefur athygli í seinni stiklunni er af ljósmyndurum og tökumönnum yfir opinni bílhurð. Mætti ætla að Harry og Meghan væru í bílnum. 

Það voru þau hins vegar ekki, heldur er myndin frá því þegar Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fór að heiman í síðasta sinn árið 2019. Var hann á leið í fangelsi eftir að hafa brotið lög um fjármögnun framboðs og fyrir að ljúga að þinginu. Myndskeiðið er einnig í myndasafni Getty Images

Myndin úr turninum

Fjórða myndin er raunverulega af Harry og Meghan og syni þeirra Archie. Hún er tekin hátt fyrir ofan þau og á myndinni sést í myndavél að taka mynd af þeim. Robert Jobson blaðamaður vakti athygli á myndinni. 

Hún var tekin úr ljósmyndarastúku í Höfðaborg sem hann var í. Aðeins voru þrír ljósmyndarar með leyfi til að taka myndir úr turninum að hans sögn. Sagði hann enn fremur að Harry og Meghan hefðu samþykkt að þarna væru fjölmiðlar og samþykkt þá þrjá sem fengu að vera. Á sama tíma og myndinni bregður fyrir tala hjónin um að sögum um þau hafi verið lekið í fjölmiðla. 

Vilhjálmur og Katrín fær í miðjuna

Skjáskot/Netflix

Það fimmta sem vakið hefur athygli í breskum fjölmiðlum er tilfærsla á fólki á mynd frá Trooping of the Colour árið 2019. Sérfræðingar Telegraph benda á að í stiklunni hafi Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja verið færð nær miðjunni. 

Á sama tíma talar Harry um að það sé valdastigi innan fjölskyldunnar. Á upprunalegu myndinni er Elísabet II. Bretadrottning fyrir miðju myndarinnar ásamt sonum sínum Karli og Andrési Bretaprinsum, ekki Vilhjálmur og fjölskylda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler