Frumsýndi ástina í jólapeysu á rauða dreglinum

Leikarinn Simu Liu hefur nú fundið ástina.
Leikarinn Simu Liu hefur nú fundið ástina. AFP

Marvel-stjarnan Simu Liu opinberaði ástarsamband sitt nýverið á rauða dreglinum. Sú heppna heitir Allison Hsu, en þau mættu saman á frumsýningu kvikmyndarinnar Violent Night í Los Angeles þar sem þau skörtuðu skemmtilegum jólapeysum. 

Leikarinn deildi mynd af þeim á Instagram-reikningi sínum og hamingjuóskirnar hrönnuðust inn, en tveimur vikum áður hafði Hsu deilt mynd af þeim á Blackpink tónleikum.

View this post on Instagram

A post shared by Simu Liu (@simuliu)

Liu var áður í tygjum við leikkonuna Jade Bender, en þau birtust saman á rauða dreglinum í júlí síðastliðnum. Tveimur mánuðum síðar sagðist hann þó vera einhleypur, en nú virðist hann hafa fundið ástina á ný. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það lítur út fyrir að þú sitjir uppi með hálfgert leiðindaverk í dag. Gagnrýni er holl, en við erum flest að reyna að gera eins vel og við getum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það lítur út fyrir að þú sitjir uppi með hálfgert leiðindaverk í dag. Gagnrýni er holl, en við erum flest að reyna að gera eins vel og við getum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden