20 ára hjónaband á enda eftir framhjáhald

Leikkonan Toni Collette hefur nú sótt um skilnað við eiginmann …
Leikkonan Toni Collette hefur nú sótt um skilnað við eiginmann sinn til 20 ára eftir að hann var gripinn með annarri konu. Ljósmynd/Wikipedia.org

Leikkonan Toni Collette hefur nú sótt um skilnað við eiginmann sinn til 20 ára, Dave Galafassi, eftir að myndir náðust af honum að kyssa aðra konu á ströndinni. Þetta tilkynnti Collette á Instagram-reikningi sínum í gær, miðvikudag. 

Collette birti mynd af blómaskreytingum sem mynduðu setninguna „friður og ást“, en í færslunni greindi hún frá því að þau hefðu nú ákveðið að skilja en muni áfram bera virðingu og umhug hvort fyrir öðru. „Krakkarnir okkar eru okkur afar mikilvæg og við munum halda áfram að dafna sem fjölskylda, þó með öðrum hætti. 

Með annarri konu á ströndinni

Tilkynningin kemur nokkrum klukkustundum eftir að ljósmyndir birtust í fjölmiðlum af Collette með annarri konu á ströndinni í Ástralíu. Fram kemur á vef Page Six að konan sé kírópraktor að nafni Shannon Egan, en þau deildu fjölda kossa og faðmlaga bæði í sjónum og á ströndinni.

Colette og Galafassi gengu í hjónaband árið 2003, en þau eiga tvö börn saman, 14 ára dóttur og 11 ára son. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft leitum við sannleikans langt yfir skammt. Farið ykkur hægt og rólega því tækifærin hlaupa ekkert frá ykkur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft leitum við sannleikans langt yfir skammt. Farið ykkur hægt og rólega því tækifærin hlaupa ekkert frá ykkur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav