Konungsfjölskyldan svarar Harry og Meghan

Talsmaður hallarinnar segir fjölskylduna ekki vera hafða með í ráðum.
Talsmaður hallarinnar segir fjölskylduna ekki vera hafða með í ráðum. AFP

Talsmenn Buckinghamhallar og Kensingtonhallar segja að konungsfjölskyldunni hafi ekki verið boðið að vera með í ráðum við gerð heimildaþátta Harry Bretaprins og Meghan hertogaynju af Sussex. Fyrrihluti heimildaþáttaraðar Sussex-hjónanna kom út á Netflix í dag og hefur valdið fjaðrafoki. 

BBC greinir frá þessu og segir að höllin ætli ekki að tjá sig um þættina að öðru leyti í bili. Rætt var við talsmanninn þegar aðeins um fjórar klukkustundir voru liðnar frá frumsýningu þáttanna. 

Fram kemur í fyrsta þætti heimildaþáttanna að Buckinghamhöll hafi ekki viljað tjá sig um efni þáttanna.

Í heimildarþáttunum Harry & Meghan segja hjónin frá því hvernig síðustu ár hafi verið fyrir þau. Allt frá því fyrir fyrsta stefnumót þeirra fram til dagsins í dag. Harry og Meghan sögðu sig frá konunglegum skyldum í upphafi árs 2020, rúmlega einu og hálfu ári eftir að þau gengu í hjónaband. Í kjölfarið fluttu þau til Bandaríkjanna þar sem þau eru búsett nú.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson