Með Covid þegar dansinn vinsæli var tekinn upp

Jenna Ortega fer með hlutverk Wednesday í samnefndum þáttum.
Jenna Ortega fer með hlutverk Wednesday í samnefndum þáttum. AFP

Leikkona Jenna Ortega var með kórónuveiruna þegar dansinn vinsæli í þáttunum Wednesday var tekinn upp. Ortega sagði frá því í viðtali á NME á dögunum en framleiðendur þáttanna hafa nú verið harðlega gagnrýndir fyrir að láta hana vinna á meðan hún var veik. 

Í viðtalinu segir hin tvítuga Ortega að hún hafi verið mjög veik þegar tökur á dansinum fóru fram og að henni hafi liðið mjög illa. Henni hafi verið gefin verkjalyf á meðan tökum stóð þann dag. 

Ortega tók þó fram að á þeim tímapunkti hafi ekki verið staðfest að hún væri með kórónuveiruna. Hún fékk hins vegar jákvæða niðurstöðu úr prófi eftir tökurnar og þá hafi öllum reglum um smit verið fylgt og hún fór í einangrun. 

„Ég bað um að fá að taka dansinn aftur upp, en svo reyndist ekki vera tími til þess. Ég held ég hefði getað gert aðeins betur,“ sagði Ortega.

Dansinn er á meðal vinsælustu dansa á TikTok í dag og hafa þúsundir manns leikið hann eftir og milljónir horft á myndböndin. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant