Gagnrýnd fyrir að gera grín að drottningunni

Meghan og Harry eru á allra vörum.
Meghan og Harry eru á allra vörum. AFP

Meghan Markle er harðlega gagnrýnd fyrir að hafa gert grín að því að þurfa að hneigja sig fyrir drottningunni.

Í fyrri hluta Netflix þáttaraðarinnar um Harry og Meghan lýsir Meghan því hversu skrítið henni fannst að þurfa að hneigja sig fyrir ömmu Harrys, sjálfri drottningunni. Í leiðinni sýnir hún með miklum tilþrifum hversu illa henni tókst til.

Kokkur Díönu skammar Harry

Margir hafa látið í ljós reiði sína gagnvart Meghan og þeim finnst hún vera að gera lítið úr minningu drottningarinnar. Darren McGrady fyrrum kokkur drottningarinnar og Díönu prinsessu tekur undir þessa gagnrýni. Hann segir líka Harry hafa rangt fyrir sér þegar hann líkir Meghan við Díönu prinsessu.

Verst þótti kokkinum þó þegar Meghan hóf að gera grín að því að hneigja sig fyrir drottningunni.

„Svipur Harrys þegar hún hlær að því að hafa þurft að hneigja sig fyrir drottningunni segir allt sem segja þarf. Ég hef þekkt Harry lengi. Ég hélt á honum þegar hann var ungbarn á meðan Díana fékk sér morgunmat í Windsor kastalanum. Ég þekkti Díönu prinsessu í fimmtán ár. Meghan kemst ekki með tærnar þar sem hún hafði hælana. Meghan valdi að giftast inn í konungsfjölskylduna. Hún hafði val,“ segir McGrady.

Díana sýndi aldrei vanvirðingu

Margir á samfélagsmiðlum taka undir orð McGrady.

„Prinsessan af Wales þurfti líka að læra margt þegar hún varð hluti af fjölskyldunni. En hún sýndi henni aldrei vanvirðingu eða gerði grín að því að þurfa að hneigja sig.“

„Díana var alltaf full virðingar til konunnar sem helgaði líf sitt krúnunni.“

Breski þingmaðurinn Mark Jenkinson skrifaði að þetta væru mikil svik. „Og hann bara situr þarna og horfir á.“

Neyðarlegt fyrir Harry og Meghan

Konunglegi sérfræðingurinn Gyles Brandreth segir þetta hafa verið afar neyðarlegt fyrir hjónin.

„Enginn hneigir sig svona og enginn hefði ráðlagt henni að gera þetta með þessum hætti. Þarna er bara verið að grínast. Harry hefði vitað hvernig ætti að hneigja sig. Hér var um að ræða níræða konu sem hafði áunnið sér virðingu eftir að hafa helgað líf sitt að þjóna þjóðinni. Það að gera grín að athæfinu er óþægilegt, en augljóslega er um að ræða menningarmun,“ segir Brandreth.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant