Missti ferilinn er hún greindist með MS-sjúkdóminn

Selma Blair hefur aldrei fengið hlutverk eftir að hún opnaði …
Selma Blair hefur aldrei fengið hlutverk eftir að hún opnaði sig um MS-sjúkdóminn. mbl

Leikkonan Selma Blair segir það hafa létt mikið á henni að opna sig um að hún hafi greinst með MS-sjúkdóminn. Hins vegar hafi það líka haft það í för með sér að henni var aldrei boðið hlutverk aftur. 

„Ég fann fryrir rosalega miklum stuðningi þegar ég fór að tala um þetta, en ég fékk aldrei vinnu aftur,“ sagði Blair í viðtalivið BBC

Fyrir greininguna hafði Blair upplifað mikla þreytu og truflun á tali. Það tók hins vegar lækna mörg ár að áta sig á því hvað væri að. Óútskýrður heilsubrestur hennar leiddi til þess henni leið illa með veikindin og hélt þeim leyndum. 

„Ég skammaðist mín og hafði áhyggjur af því að ég myndi missa vinnuna,“ sagði Blair og bætti við að læknar hafi oft sagt henni að vandamálið væri sálrænt, ekki líkamlegt. 

„Þeir spurðu oft hvaða áföllum ég hefði orðið fyrir. Þeir héldu að þetta væri sálrænt. Án þess að gera nokkur taugapróf,“ sagði Blair. Hún fékk loks greiningu árið 2018 og fannst þungu fargi af sér létt. 

Hún segist líka hafa upplifað áfall í kjölfarið og ekki séð fyrir sér hvernig hún ætti að takast á við veikindin. 

„Ég fann fyrir svo miklu vonleysi öll þessi ár áður en ég fékk greiningu, en ég var að vona að greiningin myndi gefa mér fleiri möguleika. Það var magnað, og góð tilfinning að vita að það var stórt samfélag sjúklinga með MS,“ sagði Blair. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson