Stjörnurnar skína í Hörpu

Leikstjórinn Ruben Östlund með nokkrum leikara Triangle of Sadness og …
Leikstjórinn Ruben Östlund með nokkrum leikara Triangle of Sadness og framleiðanda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Eldborg í Hörpu í kvöld og eru gestir farnir að streyma í húsið. Vegna kulda fer móttakan fram innanhúss og streymi hafið frá dreglinum á vef verðlaunanna. 

Fimm kvikmyndir eru tilnefndar í flokki bestu evrópsku kvikmyndarinnar en þær eru   Alcarrás, Close, Corsage, Holy Spider og Triangle of Sandess. Í flokki heimildarmynda eru það A House Made of Splinters, Girl Gang, Mariupolis 2, The Balcony Movie og The March on Rome.

Tilnefndir leikstjórar eru Lukas Dhont, Marie Kreutzer, Jerzy Skolimowski, Ali Abbasi, Alice Diop og Ruben Östlund. Tilnefndar leikkonur eru Vicky Krieps, Zar Amir Ebrahimi, Léa Seydoux, Penélope Cruz og Meltem Kaptan. Tilnefndir leikarar eru Paul Mescal, Elliott Crosset Hove, Pierfrancesco Favino og Zlatko Buricc.

Í flokki handritshöfunda eru tilnefnd Carla Simón og Arnau Vilaró, Kenneth Branagh, Lukas Dhont og Angelo Tijssens, Ali Abbasi og Afshin Kamran Bahrami og Ruben Östlund. Í flokki sem nefnist Evrópsk uppgötvun og er á vegum alþjóðasamtaka kvikmyndagagnrýnenda, FIPRESCI, eru tilnefndar myndir sem eru fyrsta kvikmynd leikstjóra í fullri lengd og má sjá þær og fleiri á vef EFA, europeanfilmawards.eu. 

Kvikmynd Hannesar Þórs Halldórssonar, Leynilögga, er tilnefnd sem besta gamanmyndin. 

Ilmur Kristjánsdóttir og Haugleikur Dagsson eru kynnar á hátíðinni. Sýnt verður frá verðlaununum í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsending kl. 19.15.

Hér má sjá nokkrar myndir sem ljósmyndari Morgunblaðsins tók af gestum við komuna í Hörpu. 

Hannes Þór Halldórsson með leikurum og fleirum sem komu að …
Hannes Þór Halldórsson með leikurum og fleirum sem komu að gerð Leynilöggu.
Ingvar E. Sigurðsson og Edda Arnljótsdóttir.
Ingvar E. Sigurðsson og Edda Arnljótsdóttir.
Sunneva Weisshappel og Baltasar Kormákur.
Sunneva Weisshappel og Baltasar Kormákur.
Leikstjórinn Ali Abbasi, annar frá hægri, með aðalleikurum og framleiðendum …
Leikstjórinn Ali Abbasi, annar frá hægri, með aðalleikurum og framleiðendum Holy Spider.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson