„Væri aldrei sagt við karlmann“

Hildur Guðnadóttir á frumsýningu kvikmyndarinnar Women Talking.
Hildur Guðnadóttir á frumsýningu kvikmyndarinnar Women Talking. AFP/Jerod Harris

Kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að hún heyri enn athugasemdir um að hún sé ekki fær um að semja tónlist fyrir heila kvikmynd þrátt fyrir að hafa unnið Óskarsverðlaun, Golden Globe-verðlaun og BAFTA-verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jóker.

Hildur var í gær tilnefnd til Golden Globe verðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Women Talking og í gær var hún einnig útnefnd sem tónskáld ársins af vefnum Consequence Film.

„Ég ætla ekki að nefna nein nöfn, en einn framleiðandi sem ég vann fyrir og sá um eitthvað sagði „En hún getur þetta ekki“. Ég veit í alvöru ekki hvað ég þarf að sanna frekar fyrir þér,“ sagði Hildur. 

„Ég fæ enn að heyra hluti, sem þú veist, þetta væri ekki sagt við karlmann. Eftir tvo áratugi í þessum geira, þá er ég svo vön þessu, ég hristi þetta af mér. En ég vona að konur þurfi ekki að heyra þetta í framtíðinni,“ sagði Hildur.

Hildur á tónlist í tveimur stórum kvikmyndum um þessar mundir, Women Talking og Tár. Báðar eru tilnefndar til Golden Globe verðlauna og er þeim spáð góðu gengi á Óskarsverðlaunahátíðinni á næsta ári. Hildur mun þó ekki hljóta tilnefningu fyrir tónlistina í Tár því upprunalegri tónlist hennar er blandað of mikið saman við eldri tónlist í kvikmyndinni. Til þess að geta hlotið tilnefningu fyrir upprunalega tónlist þarf að minnsta kosti 60% tónlistarinnar að vera upprunaleg. Variety greindi frá því í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler