Prinsessan á batavegi eftir leyndardómsfull veikindi

Charlene Mónakóprinsessa.
Charlene Mónakóprinsessa. AFP

Charlene Mónakóprinsessa segist öll að vera að koma til eftir mikil veikindi undanfarin ár. Prinsessan opnaði sig um heilsu sína þegar hún hélt ræðu á viðburði í tilefni af tíu ára afmæli stofnunar hennar. 

„Mig langaði að byrja á að segja að mér líður svo miklu betur í dag heldur en síðustu ár. Ég er ekki eins kvalin og hef mun meiri orku,“ sagði prinsessan.

Prinsessan glímdi við veikindi, en aldrei hefur verið greint frá því hvers eðlis veikindin eru. Var hún í heimalandi sínu, Suður-Afríku, lengi og var hún einnig fjarri vinnu í meira en ár. Hún sneri svo aftur til baka síðastliðið vor. 

„Ég er enn að ná mér, enn að finna jafnvægi. Það mun samt taka tíma, en ég er hamingjusöm. Fjölskyldan mín og ástvinir eru klettarnir mínir. Ég horfi til framtíðar, en tek þó eitt skref í einu, einn dag í einu,“ sagði Charlene prinsessa. 

Prinsessan er gift Alberti Mónakóprins og eiga þau saman átta ára tvíbura, Jaques og Gabriellu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson