Tjáir sig um umdeilda pistilinn um Meghan

Jeremy Clarkson hryllir við hversu miklum sárindum hann hefur valdið.
Jeremy Clarkson hryllir við hversu miklum sárindum hann hefur valdið. AFP

Þáttastjórnandinn Jeremy Clarkson hefur beðist afsökunar á að valda svo miklum sárindum með pistli sínum um Meghan, hertogaynju af Sussex, sem birtist í dagblaðinu Sun á föstudag. Segist hann ætla að vanda sig betur í framtíðinni.

Fjölmiðlanefnd í Bretlandi hafa borist yfir 6 þúsund kvartanir vegna pistilsins þar sem Clarkson sagðist meðal annars að hver fruma í líkama hans hefði andstyggð á Meghan. 

Clarkson sagðist hafa vísað í Game of Thrones í pistlinum en að það hafi komið mjög klaufalega út. „Mig hryllir við því hversu miklum sárindum ég hef valdið og ætla að vera varkárari í framtíðinni,“ skrifaði Clarkson á Twitter. 

Dóttirin ósammála

Pistlill Clarkson var harðlega gagnrýndur um helgina á samfélagsmiðlum. Meira að segja dóttir hans, Emily Clarkson, sagðist vera algjörlega ósammála öllum skoðunum föður síns á Meghan. 

Kveikjan að pistli Clarksons eru þættir Harrys Bretaprins og Meghan um líf sitt. Seinni þrír þættirnir í þáttaröðinni komu út á fimmtudag á Netflix og hafa valdið miklum usla. 

„Ég get ekki sofið á nóttunni, ég ligg og gnísti tönnum og læt mig dreyma um daginn sem hún [Meghan] verður látin ganga nakin um götur allra bæja í Bretlandi á meðan mannfjöldinn kallar „skammastu þín“ og hendir saur í hana,“ skrifaði Clarkson meðal annars. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant