Opnar sig um afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis

Georgia Harrison segir allt hafa breyst þegar fyrrverandi kærasti hennar …
Georgia Harrison segir allt hafa breyst þegar fyrrverandi kærasti hennar seldi myndband af þeim stunda kynlíf á netinu án samþykkis hennar. Skjáskot/Instagram

„Manni líður eins og maður sé einskis virði þegar svona kemur fyrir. Fólk horfir á mann og nýtur þess kynferðislega og maður hefur enga stjórn á því,“ segir Georgia Harrison raunveruleikastjarna í viðtali við BBC. Harrison hafði betur gegn fyrrverandi kærasta sínum Stephen Bear í síðustu viku. Var hann sakfelldur fyrir að dreifa af þeim myndbandi að stunda kynlíf. 

Myndbandinu dreifði hann án samþykkis hennar eða vitundar. 

Harrison, sem hafði verið þátttakandi í Love Island og The Only Way is Essex, höfðaði mál gegn Bear í desember 2020. Þau kynntust við tökur á Love Island. 

Bear notaði upptöku úr öryggismyndavélum, þar sem þau sáust stunda kynlíf í garði. Sendi hann það til vinar síns og seldi svo myndbandið á netinu. 

Ekki fengið vinnu í sjónvarpi síðan

Harrison segir myndböndin sem fyrrverandi kærasti hennar lak gjörsamlega hafa eyðilagt feril sinn í sjónvarpi. Síðan myndbandið fór inn á OnlyFans hafi hún misst af fjölda tækifæra í sjónvarpi. 

„Umboðsmaður minn fundaði með vörumerkjum, en þegar átti að fara bóka mig í tökur var settur rauður fáni við mitt nafn vegna þess sem gerðist. Þetta hefur verið ótrúlega erfitt og ég hef tvisvar brotnað algjörlega niður. Ég hef alltaf haft ástríðu fyrir sjónvarpi og framleiðendur vildu bara ekki ráða mig,“ sagði Harrison. 

Valdi að koma fram

Hún hafði rétt á því að njóta nafnleyndar í réttarhöldunum en valdi að gera það ekki til þess að vekja athygli á málum sem þessum. Vildi hún vekja athygli á því hvað kemur fyrir þolendur stafræns kynferðisofbeldis. 

„Þetta hefur áhrif á fólk í mjög langan tíma, ég hef borið þetta saman við sorgina. Stundum líður manni eins og allt sé í lagi, síðan allt í einu er maður grátandi og getur ekkert gert,“ sagði Harrison.

Frá því dómurinn féll hefur hún rætt við fjölda þolenda sem einnig urðu fyrir því að kynlífsmyndböndum af þeim var dreift án þeirra samþykkis. Hún segist vonast til þess að frumvarp um öryggi á netinu sem lagt var fram í nóvember verði að lögum. 

Frumvarpið veiti þolendum meiri vernd en nú. Í því felst meðal annars að fella brott ákvæði um að ákæruvaldið þurfi að sýna fram á að ásetningur hafi legið að baki því að deila kynlífsmyndbandi af öðrum. 

„Það er engin þörf á að sýna að ásetningurinn hafi verið að valda óþægindum,“ sagði Harrison. 

„Það skiptir ekki máli hvort þú sendir einkamynd til tíu eða einnar manneskju, þú þarft að átta þig á því hvaða afleiðingar það getur haft á líf manneskjunnar. Þetta mun valda sárindum og óþægindum og breyta lífi þeirra,“ bætti Harrison við. 

Refsing Bears verður ákveðin í janúar á næsta ári og gæti hann átt yfir höfði sér fangelsisvist. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant