Hætti að drekka eftir skilnaðinn

Drew Barrymore hætti að drekka eftir skilnaðinn.
Drew Barrymore hætti að drekka eftir skilnaðinn. AFP

Leikkonan Drew Barrymore ákvað að hætta drekka eftir að hafa deyft sig með áfengi þegar hún skildi við eiginmann sinn Will Kopelman árið 2016. 

Barrymore segist algjörlega hafa brotnað niður eftir skilnaðinn og deyfði hún sársaukann með því að drekka áfengi. „Ég var bara að reyna ... að láta mér líða vel – og áfengi gerði það fyrir mig,“ sagði Barrymore í viðtali við People

Barrymore hefur áður glímt við fíkn á lífsleiðinni en hún ánetjaðist vímugjöfum þegar hún var barn. 

„Drykkjan hjá mér var fastur punktur. Eins og ég gæti ekki breyst. „Þú ert veikgeðja og getur ekki gert það sem er best fyrir þig. Þú heldur að þú getir náð tökunum á þessu, en þetta er að sigra þig,““ sagði leikkonan. Hún bætti við að dætur hennar hefðu veitt henni drifkraftinn til að fara í meðferð og verða edrú. 

Barrymore á dæturnar Olive og Frankie með Kopelman. „Eftir að framtíðin sem ég hafði séð fyrir dætur mínar gekk ekki upp ... þá var þetta óreiðukennd og sársaukafull „ganga í gegnum eldinn og aftur til baka“,“ sagði Barrymore.

Barrymore sagði fyrst frá því að hún væri edrú í desember árið 2021 og greindi þá frá því að hún hefði verið edrú í tvö og hálft ár.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að allt hefur sinn tíma og það hefur ekkert upp á sig að beita þrýstingi. Eitthvað óvenjulegt gæti gerst á heimilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að allt hefur sinn tíma og það hefur ekkert upp á sig að beita þrýstingi. Eitthvað óvenjulegt gæti gerst á heimilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin