Horfðu á skaupið á „háleynilegum“ stað

Líkt og sjá má er búið að eiga við myndina …
Líkt og sjá má er búið að eiga við myndina með „háleynilegu“ kroti. Ljósmynd/Guðni Klipp

Saga Garðarsdóttir yfirhöfundur áramótaskaupsins í ár segist vel stemmd, nú þegar allt er klappað og klárt, hún sé bæði spennt og stressuð fyrir stóra deginum. Helstu yfirmenn hjá Ríkisútvarpinu horfðu í gær á skaupið á „háleynilegum“ stað ásamt skaupsteyminu.

„Nú er bara búið að klippa og læsa og það er bannað að breyta, svo maður þarf bara að sleppa tökunum og vona að allir verði glaðir,“ segir Saga í samtali við mbl.is.

„Við gerum bara okkar allra besta til þess að gleðja þjóðina.“

Innt eftir háleynilegum hernaðarupplýsingum varðandi þáttinn kunna, kveðst Saga ekkert gefa upp annað en að Sigurjón Kjartansson muni bregða sér í líki „verðbólgudraugsins“.

„Þú nærð engu upp úr mér – við erum búin að sverja þagnareið,“ segir hún glettin. „En ég vona bara að það komi allavega einn tímapunktur í skaupinu þar sem allir í partýinu munu hlæja.“

Fólk má ekkert gera einhvern skandal næstu tvo daga?

„Nei, bara helst ekki. Það má ekkert eitthvað mjög fyndið gerast núna.“

Að því sögðu sé skaupið aðeins tæp klukkustund og aldrei komist allt áhugavert að.

„Það kemst ekkert allt í áramótaskapið. Það verður bara að hafa það. Maður reynir bara að finna það fyndnasta og skemmtilegasta.“

Negldi leikstjórahlutverkið

Aðspurð segir hún ekki margt hafa endað á klippigólfinu, skaupið sé tekið upp á aðeins átta dögum og þar skipti skipulag í handritsferlinu höfuðmáli. Hópurinn hittist um það bil vikulega frá því að ferlið hófst í ágúst.

Dóra Jóhannsdóttir, Friðgeir Einarsson, Sigurjón Kjartansson, Vigdís Hafliðadóttir, Saga Garðarsdóttir …
Dóra Jóhannsdóttir, Friðgeir Einarsson, Sigurjón Kjartansson, Vigdís Hafliðadóttir, Saga Garðarsdóttir og Jóhann Kristófer Stefánsson eru höfundar Áramótaskaupsins 2022. Ljósmynd/Ragnar Visage

„Við vorum bara frekar hagkvæm þegar við vorum að ákveða hvað við ættum að taka upp. Maður þarf að vera alveg rosalega vandvirkur og skipulagður, vita nákvæmlega hvað maður vill,“ segir Saga og bætir við að Dóra Jóhannsdóttir, sem leikstýrir í ár sínu fyrsta skaupi eftir að hafa skrifað þó nokkur, hafi verið eins og sniðin í leikstjórastólinn.

„Hún Dóra var algjör kempa, var að leikstýra áramótaskaupinu í fyrsta skipti og hún gjörsamlega negldi það.“

Fjögurra ára dóttirin harðasti gagnrýnandinn

Saga segist vorkenna þeim sem koma til með að horfa á skaupið með henni á gamlárskvöld.

„Ég mun alltaf vera að horfa á þau að athuga hvort þau séu ekki alveg örugglega að hlæja. Svo ef að þeim finnst þetta ekki fyndið þá þurfa þau að velja milli þess að annað hvort segja mér satt eða reyna að plata mig.

Það er eiginlega ómögulegt fyrir manninn minn og nána ættingja að vera í kring um mig á þessu augnabliki,“ segir Saga glettin.

Saga segir að einn sinn harðasti gagnrýnandi sé þó fjögurra ára dóttir sín.

„Ég held að henni muni bara finnast þetta frekar leiðinlegt því þetta er ekki teiknimynd, en hún leikur pínulítið hlutverk í skaupinu. Ég vona að hún verði vakandi til þess að sjá það.“

Saga Garðarsdóttir ásamt dóttur sinni Eddu Kristínu Snorradóttur á góðum …
Saga Garðarsdóttir ásamt dóttur sinni Eddu Kristínu Snorradóttur á góðum degi. Með á myndinni er Sandra Barilli. mbl.is/Stella Andrea
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson