Rússneska undrabarnið slær í gegn með Wednesday-dansinum

Skautakonan Kamila Valieva endurgerði hinn fræga dans úr Wednesday-þáttunum.
Skautakonan Kamila Valieva endurgerði hinn fræga dans úr Wednesday-þáttunum. Samsett mynd

Dansinn úr vinsælu Netflix-þáttunum Wednesday hefur verið einn sá vinsælasti á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarnar vikur þar sem þúsundir hafa leikið hann eftir og milljónir horft á myndböndin. 

Hin 16 ára gamla skautakona, Kamila Valieva, gerði allt vitlaust nú á dögunum þegar hún endurskapaði dansinn í listhlaupi á skautum og hlaut silfurverðlaun. Æfingar Valieva hafa farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og fengið ótrúlegar viðtökur.

Margir kannast eflaust við skautakonuna ungu sem vakti heimsathygli í liðakeppni í listhlaupi kvenna á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking í ársbyrjun. Valieva náði þar sögulegum árangri og var fyrst kvenna til að lenda fjórföldum snúningi í keppni. 

Valieva var hins vegar áberandi í fjölmiðlum fyrir meira en árangur sinn á mótinu, en í ljós kom að hún hefði fallið á lyfjaprófi þar sem þrjú mismunandi hjartalyf fundust í sýni hennar. Alþjóða íþróttadómstóllinn tók í kjölfarið þá ákvörðun að leyfa Valieva að halda keppni áfram, en sú ákvörðun var harðlega gagnrýnd, meðal annars vegna aldurs Valieva sem var þá aðeins 15 ára gömul. 

Vekur heimsathygli á ný

Valieva hefur nú snúið aftur á ísinn og vekur heimsathygli á ný, en á aðeins fjórum dögum hefur myndskeið af æfingum hennar í anda Wednesday fengið yfir 37 milljónir áhorfa á TikTok auk þess sem 6,6 milljónir hafa líkað við myndskeiðið. 

Í æfingunum klæddist Valieva eins kjól og aðalpersóna þáttanna, Wednesday Addams sem leikin er af Jennu Ortega, klæddist þegar hún framkvæmdi dansinn fræga. Þá var hárgreiðsla og förðun skautakonunnar einnig innblásin af Addams. 

Eins og sjá má í myndskeiðinu líkti Valieva eftir einstökum hreyfingum sem Ortega er fræg fyrir að hafa samið sjálf, en skautakonan fer algjörlega í karakter og nær hreyfingunum á ótrúlegan hátt. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant